Íslenski boltinn

Punyed og Zato valdir í landslið El Salvador og Tógó

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar.
Pablo Punyed, leikmaður Stjörnunnar. Visir/daníel
Pablo Punyed, miðjumaður Stjörnunnar, var valinn í æfingarhóp landsiðs El Salvadors fyrir Mið-Ameríkukeppnina sem fer fram í Bandaríkjunum í næsta mánuði. Þetta staðfesti hann í samtali við Morgunblaðið í dag.

„Ég er mjög ánægður og einnig mjög spenntur. Ég hef aldrei verið valinn í landsliðið áður og því er þetta stórt skref fyrir mig. Þetta er auðvitað æfingahópur en vonandi næ ég að vinna mér sæti í 23 manna hópnum.“

Pablo gekk til liðs við Fjölni þegar hann var 22 árs gamall árið 2012 en hann eyddi einu ári hjá Fjölni og Fylki áður en hann gekk til liðs við Stjörnuna í vor. Í Garðabænum hefur hann blómstrað en enginn annar en Walter Mazzarri hrósaði honum eftir leik Stjörnunnar og Inter í vikunni.

Farid Zato miðjumaður KR hefur einnig verið valinn í landslið Tógó sem mætir Gíneu 5. september og Gana 10. september í undankeppni Afríkukeppninnar.

Báðir leikmennirnir halda ytra á meðan landsleikjahlé stendur yfir í Pepsi-deildinni og ættu þeir því ekki að missa af neinum leikjum.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×