Fótbolti

PSG-miðvarðaparið kemst ekki í brasilíska landsliðið

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
David Luiz og Thiago Silva mynduðu miðvarðapar Brasilíu á HM 2014 á heimavelli.
David Luiz og Thiago Silva mynduðu miðvarðapar Brasilíu á HM 2014 á heimavelli. vísir/getty
Dunga, landsliðsþjálfari Brasilíu, gaf í gærkvöldi út hvaða 40 leikmenn koma til greina í leikmannahóp brasilíska liðsins í Suður-Ameríkukeppninni í Bandaríkjunum í sumar.

Athygli vekur að miðverðirnir sterku hjá Paris Saint-Germain, Thiago Silva og David Luiz, eru ekki á leikmannalistanum sem og Marcelo, vinstri bakvörður Real Madrid.

Þá verður aðalstjarna Brassa, Neymar, ekki með í Suður-Ameríkukeppninni þar sem Barcelona fannst of mikið að hann myndi spila bæði í Suður-Ameríkukeppninni og á Ólympíuleikunum í Ríó í sumar.

Á 40-manna leikmannalista Dunga eru reyndir og þekktir leikmenn í bland við minna þekkta og óreyndari. Þann 5. maí tilkynnir Dunga svo hvaða 23 leikmenn verða í lokahópnum í Suður-Ameríkukeppninni í sumar.

Brasilía hefur átta sinnum unnið keppnina, síðast árið 2007.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×