Prófessor segir rektor fara með rangt mál -- kennslan hefur ekki liðið fyrir djassinn Jakob Bjarnar skrifar 10. apríl 2014 11:27 Egill Benedikt (lengst til hægri) með djasstríói sínu FLEY. Hann segir ummæli rektors þess efnis að djassinn flækist fyrir kennslunni fráleit. Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði og djasspíanisti, furðar sig á yfirlýsinguKristínar Ingólfsdóttur Háskólarektors vegna fréttar Vísis þess efnis að bann liggi við því að hann leiki djass á skemmtiferðaskipum. „Vegna yfirlýsingar rektors 31. mars síðastliðnum á visir.is vil ég taka fram að aðdróttun rektors í minn garð í yfirlýsingunni stenst einfaldlega ekki. Engin fjarvera frá kennslu eða skörun milli hljóðfæraleiks og kennslu var tilefni þess að hljóðfæraleikur minn var bannaður skriflega með bréfi á vegum rektors. Bannið var tilefnislaust,“ segir Egill Benedikt. Vísir greindi frá því að Egill Benedikt hafi bréf frá útsendara rektors þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við djazzpíanóleik, til dæmis með FLEY-tríóinu sem hefur spilað og leikið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Rektor sendi frá sér afgerandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að Egill hafi látið kennsluna mæta afgangi vegna djassins. Þar segir að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri,“ en, Kristín segir hins vegar skólann gera alvarlega athugsemd við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ „Ég bara er með lögmenn í þessu máli og háskólinn mun heyra frá þeim,“ segir Egill um næstu skref. „Þessu máli er ekki lokið, langt því frá.“ Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði og djasspíanisti, furðar sig á yfirlýsinguKristínar Ingólfsdóttur Háskólarektors vegna fréttar Vísis þess efnis að bann liggi við því að hann leiki djass á skemmtiferðaskipum. „Vegna yfirlýsingar rektors 31. mars síðastliðnum á visir.is vil ég taka fram að aðdróttun rektors í minn garð í yfirlýsingunni stenst einfaldlega ekki. Engin fjarvera frá kennslu eða skörun milli hljóðfæraleiks og kennslu var tilefni þess að hljóðfæraleikur minn var bannaður skriflega með bréfi á vegum rektors. Bannið var tilefnislaust,“ segir Egill Benedikt. Vísir greindi frá því að Egill Benedikt hafi bréf frá útsendara rektors þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. Egill Benedikt hefur lengi fengist við djazzpíanóleik, til dæmis með FLEY-tríóinu sem hefur spilað og leikið á skemmtiferðaskipinu „The World“. Rektor sendi frá sér afgerandi yfirlýsingu vegna fréttarinnar sem ekki er hægt að skilja öðru vísi en svo að Egill hafi látið kennsluna mæta afgangi vegna djassins. Þar segir að skólinn geri „að sjálfsögðu engar athugasemdir við að starfsmenn hans leiki á píanó eða önnur hljóðfæri,“ en, Kristín segir hins vegar skólann gera alvarlega athugsemd við að starfsmenn mæti ekki til fyrirlestrahalds á réttum tíma án þess að hafa fengið leyfi frá störfum og að „hljóðfæraleikur teljist ekki til viðhlítandi skýringa á fjarveru frá kennslu.“ „Ég bara er með lögmenn í þessu máli og háskólinn mun heyra frá þeim,“ segir Egill um næstu skref. „Þessu máli er ekki lokið, langt því frá.“
Tengdar fréttir Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04 Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27 Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Prófessor bannað að spila á skemmtiferðaskipum Egill Benedikt Hreinsson, prófessor í verkfræði, er með bréf frá Háskóla Íslands þar sem lagt er blátt bann við því að hann spili á píanó á skemmtiferðaskipum stöðu sinnar vegna. 28. mars 2014 17:04
Gerir ekki athugasemdir við að starfsfólk leiki á hljóðfæri Rektor Háskóla Íslands svarar prófessor sem segist hafa verið bannað að spila á skemmtiferðaskipum stöðu síns vegna. 31. mars 2014 20:27
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent