Tónlist

Prince tónleikar í Eldborg

Stefán Árni Pálsson skrifar
Laugardaginn 21. maí fara fram sérstakir tribute tónleikar til heiðurs tónlistarmannsins Prince sem lést í síðasti mánuði, þá aðeins 57 ára.

Tónlistarmaðurinn Seth Sharp mun koma fram og taka bestu lög Prince en hann kom fyrstur til Íslands með Prince Tribute tónleika sem vöktu mikla athygli fyrir nokkrum árum.

Sharp hann hefur ákveðið að fagna lífi og tónlist Prince með ljósa- og danssýningu í Eldborgarsalnum í Hörpunni.

Á sviðið munu einnig stíga fjölmargir flottir íslenskir tónlistarmenn, kraftmiklir söngvarar, og má sjá skemmtilega danssýning.

„Dagurinn sem Prince kvaddi fékk Seth fjöldann allan af skilaboðum á facebook, sms, símtöl og var fólk meðal annars að biðja Seth um að halda tónleika þessum mikla snillingi til heiðurs,“ segir Ragnar Þór Jónsson, einn af skipuleggjendum tónleikanna.

„Seth var meðal annars beðinn um að koma til London til að halda tribute tónleika þar á bæ, en er verið að skipuleggja þá,“ segir Ragnar en hægt er að kaupa miða á tónleikana á heimasíðu Hörpu og tix.is.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×