Enski boltinn

Poyet ætlaði að skipta hetjunni útaf en hætti við

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Adam Johnson fagnar sigurmarki sínu.
Adam Johnson fagnar sigurmarki sínu. Vísir/AP
Gus Poyet, knattspyrnustjóri Sunderland, hætti við á síðustu stundu að taka Adam Johnson af velli þegar liðin mættust í ensku úrvalsdeildinni í gær og skömmu síðar tryggði Johnson Sunderland 1-0 sigur á Newcastle.

Poyet ætlaði að setja Will Buckley inná fyrir Adam Johnson á 81. mínútu en tók þess í stað Connor Wickham af velli.

„Ég ætlaði að taka Adam af velli en af einhverri ástæðu hætti ég við," sagði Gus Poyet. Adam Johnson skoraði sigurmarkið á 90. mínútu eftir frábæra skyndisókn eftir horn hjá Newcastle-liðinu.

„Ekki spyrja mig hvers vegna því ég hef ekki svarið. Heppnin var með okkur og Johnno skoraði sigurmarkið. Það má kalla þetta heppni en hún hefur ekki verið mikið með okkur í ár þannig að við áttum þetta inni," sagði Gus Poyet.

Þetta var aðeins þriðji sigurleikur Sunderlands-liðsins á tímabilinu en liðið var hinsvegar að vinna nágrannana í Newcastle í þriðja leiknum í röð undir stjórn Gus Poyet.

„Okkur tókst að halda sigurgöngunni áfram á móti Newcastle sem er frábært fyrir okkur en það voru stigin þrjú sem skipta öllu máli. Þessi sigur þýðir að þetta verða sérstök jól fyrir okkur," sagði Gus Poyet.

Það má sjá sigurmark Adam Johnson hér fyrir ofan. 

Sigurmark Adam Johnson.Vísir/AP



Fleiri fréttir

Sjá meira


×