Fótbolti

Porto selt níu leikmenn fyrir meira en 20 milljónir punda síðan 2004

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Jackson Martínez hefur fært sig um set til Madrídar.
Jackson Martínez hefur fært sig um set til Madrídar. vísir/getty
Eins og greint hefur verið frá á Vísi hefur Atletico Madrid fest kaup á kólumbíska framherjanum Jackson Martínez frá Porto.

Spænska liðið borgaði tæplega 25 milljónir punda fyrir Martínez en hann er níundi leikmaðurinn sem Porto selur fyrir meira en 20 milljónir punda síðan liðið vann Meistaradeild Evrópu vorið 2004.

Á þessum 11 árum hefur Porto selt leikmenn fyrir um 500 milljónir punda en stærstu lið Evrópu hafa verið dugleg að plokka skrautfjaðrirnar af Porto-liðinu undanfarin áratug. Þetta kemur fram í úttekt sem birtist á vefsíðu Daily Mail í dag.

Fjórir af þessum níu leikmönnum hafa farið til Madrídar, tveir til Real Madrid (Pepe og Danilo) og tveir til Atletico Madrid (Martínez og Falcao)

Arsenal, Barcelona, Chelsea, Lazio og Real Madrid hafa verið næst duglegust að selja leikmenn fyrir meira en 20 milljónir punda en hvert lið hefur selt fimm slíka leikmenn.

Mangala kostaði Manchester City 42 milljónir punda. Forráðamenn félagsins sjá væntanlega eftir þeim í dag.vísir/getty
Þegar hin hliðin á peningnum er skoðuð kemur í ljós að Real Madrid hefur keypt flesta leikmenn fyrir meira en 20 milljónir punda, eða 18 talsins.

Manchester United hefur verið duglegast af ensku liðunum að kaupa 20 milljón punda menn en félagið hefur keypt 13 slíka leikmenn.

Leikmennirnir sem Porto hefur selt fyrir meira en 20 milljónir punda:

Eliaquim Mangala til Manchester City - 42 milljónir

Hulk til Zenit - 39 milljónir

James Rodríguez til Monaco - 32 milljónir

Falcao til Atletico Madrid - 28 milljónir

Jackson Martínez til Atletico Madrid - 25 milljónir

Danilo til Real Madrid - 23 milljónir

Pepe til Real Madrid - 22 milljónir

Ricardo Carvalho til Chelsea - 22 milljónir

Anderson til Manchester United - 22 milljónir


Tengdar fréttir

Jackson Martinez til Atletico Madrid

Jackson Martinez, framherji Porto, staðfesti eftir leik Kólumbíu og Argentínu í gær að hann væri á leiðinni til Atletico Madrid. Þetta staðfesti hann í viðtali eftir leikinn í gær.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×