Leikjavísir

Pokémon Go getur ekki lesið tölvupósta notenda

Samúel Karl Ólason skrifar
Vísir/EPA
Framleiðendur hins vinsæla leiks Pokémon Go geta ekki lesið tölvupósta notenda sinna. Notendur voru vissir um að svo væri þar sem leikurinn virtist hafa algeran aðgang að Google reikningum notenda.

Sérstaklega var um notendur sem skráðu sig inn í leikinn með Google aðgangsorði sínu í snjallsíma Apple.

Fyrirtækið Niantic, framleiðandi Pokémon Go, og Google hafa nú gefið út sameiginlega tilkynningu að fyrirtækið hafi ekki aðgang að Google-reikinginum notenda. Um villu hafi verið að ræða. Hún hafi valdið því að leikurinn virtist hafa fullan aðgang að Google reikningum.

Unnið er að því að laga villuna.

Netöryggisfræðingur fyrirtækisins Slack hefur framkvæmt prófanir á því hverju Pokémon hefur leyfi fyrir og birti hann niðurstöðurnar á Githhub. Hann komst að því að um villu væri að ræða, eins og Niantic hefur haldið fram.


Tengdar fréttir

Á Pokémon-­veiðar með snjallsímanum

Ef þú sérð manneskju með andlitið grafið ofan í snjallsímann á þeysingi út um allt eru ágætis líkur á því að viðkomandi sé í þann mund að næla sér í sjaldgæfan Pokémon.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×