Innlent

Plastpokaverkefni Hólmara gengur vel

Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar
Byrjað er að selja maíspoka í nokkrum verslunum í Stykkishólmi.
Byrjað er að selja maíspoka í nokkrum verslunum í Stykkishólmi. Mynd/Aðsend
Íbúar Stykkishólms stefna að því að hætta notkun einnota burðarplastpoka í sveitarfélaginu.

Óhætt er að segja að verkefnið fari vel af stað. Þrjár verslanir í bænum, Bónus, Lyfja og Skipavík hafa hafið sölu á burðarpokum úr maís og vínbúðin á von á sínum pokum innan skamms.

Ef að nýju pokarnir reynast vel er ekkert því til fyrirstöðu að hætta alveg með burðarplastpoka í öllum verslunum Stykkishólms, en nú þegar hafa nær allar verslanir tekið það skref. Þó er lögð áhersla á það í verkefninu að best sé að nota margnota burðarpoka fyrir innkaupin.

Á dögunum var svo haldin stuttmyndasamkeppni í tengslum við plastpokalausan Stykkishólm og bárust 9 stuttmyndir í keppnina. Hægt er að horfa á allar myndirnar á Youtube-síðu verkefnisins. Þá má nálgast nánari upplýsingar um verkefnið á Facebook-síðu þess.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×