Fótbolti

Pirlo ekki með á EM

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Conte fékk Pirlo til að hætta við að hætta í landsliðinu en valdi hann svo ekki í hópinn fyrir EM.
Conte fékk Pirlo til að hætta við að hætta í landsliðinu en valdi hann svo ekki í hópinn fyrir EM. vísir/getty
Andrea Pirlo var ekki valinn í 30 manna hóp ítalska landsliðsins fyrir EM í Frakklandi í sumar.

Pirlo, sem leikur með New York City í bandarísku MLS-deildinni, hlaut ekki náð fyrir augum Antonios Conte, líkt og framherjinn Sebastian Giovinco sem spilar einnig í Bandaríkjunum.

Ítalíumeistarar Juventus eiga sjö leikmenn í hópnum sem telur á endanum 23 leikmenn.

Ítalir, sem enduðu í 2. sæti á EM 2012, eru með Belgíu, Írlandi og Svíþjóð í riðli í Frakklandi.

Ítalski hópurinn er þannig skipaður:

Markmenn:

Gianluigi Buffon (Juventus), Federico Marchetti (Lazio), Salvatore Sirigu (Paris Saint-Germain).

Varnarmenn:

Davide Astori (Fiorentina), Andrea Barzagli (Juventus), Leonardo Bonucci (Juventus), Giorgio Chiellini (Juventus), Matteo Darmian (Manchester United), Mattia De Sciglio (AC Milan), Angelo Ogbonna (West Ham), Daniele Rugani (Juventus).

Miðjumenn:

Marco Benassi (Torino), Federico Bernardeschi (Fiorentina), Giacomo Bonaventura (Milan), Antonio Candreva (Lazio), Daniele De Rossi (Roma), Stephan El Shaarawy (Roma),  Alessandro Florenzi (Roma), Emanuele Giaccherini (Bologna), Jorge Luiz Jorginho (Napoli), Riccardo Montolivo (Milan), Thiago Motta (Paris Saint Germain), Marco Parolo (Lazio), Stefano Sturaro (Juventus), Davide Zappacosta (Torino).

Framherjar:

Eder (Inter), Ciro Immobile (Torino), Lorenzo Insigne (Napoli), Graziano Pelle (Southampton), Simone Zaza (Juventus).




Fleiri fréttir

Sjá meira


×