Íslenski boltinn

Pepsi-mörk kvenna: Markasyrpa 16. umferðar | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Sextándu umferð Pepsi-deildar kvenna lauk á laugardaginn þegar Stjarnan og Breiðablik skildu jöfn, 1-1, í stórleik í Garðabænum.

Stjarnan er því áfram með tveggja stiga forskot á Breiðablik þegar tveimur umferðunum er ólokið.

Það var einnig mikið um að vera í fallbaráttunni í 16. umferðinni. FH bjargaði sér frá falli með 1-2 útisigri á Fylki og Selfoss komst upp úr fallsæti með því að gera markalaust jafntefli við Þór/KA.

Eftir tvo sigra í röð tapaði KR fyrir ÍBV og Valur vann 2-1 sigur á botnliði ÍA.

Farið var yfir 16. umferðina í Pepsi-mörkum kvenna í kvöld.

Venju samkvæmt var endað á markasyrpunni en þar voru öll 11 mörkin sem skoruð voru í 16. umferðinni sýnd.

Markasyrpuna má sjá í spilaranum hér að ofan.


Tengdar fréttir

Selfyssingar upp úr fallsæti

Selfyssingar lyftu sér upp úr fallsæti í Pepsi-deild kvenna í dag er liðið nældi í stig gegn Þór/KA í sextándu umferð Pepsi-deildar kvenna en aðeins markatalan skilur að Selfoss og KR fyrir lokaumferðirnar.

FH kvaddi fallbaráttuna með sigri í Árbæ

FH kvaddi fallbaráttuna í Pepsi-deild kvenna með 2-1 sigri á Fylki í Árbæ í kvöld en eftir sigurinn er það nánast ómögulegt að liðið falli þegar tvær umferðir eru eftir.

Eyjakonur ekki í vandræðum gegn KR

ÍBV vann sannfærandi 3-0 sigur þegar liðið tók á móti KR í 16. umferð Pepsi-deildar kvenna en öll mörk Eyjaliðsins komu í seinni hálfleik.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×