Enski boltinn

Pellegrini: Unnum deildina í fyrra með meiri glans en Chelsea

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Pellegrini situr í einu heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni.
Pellegrini situr í einu heitasta sætinu í ensku úrvalsdeildinni. vísir/getty
Chelsea tryggði sér sem kunnugt er Englandsmeistaratitilinn eftir 1-0 sigur á Crystal Palace í gær. Þetta er í fimmta sinn í sögu félagsins sem Chelsea verður Englandsmeistari en liðið vann einnig deildarbikarinn í febrúar.

Manchester City varð sömuleiðis Englands- og deildarmeistari á síðasta tímabili og Manuel Pellegrini, knattspyrnustjóri City, segir að liðið hafi unnið titlana í fyrra með meiri glans en Chelsea í ár.

„Chelsea gerðu nákvæmlega það sama og við gerðum í fyrra, að vinna Englandsmeistaratitilinn og deildarbikarinn,“ sagði Pellegrini.

„Við unnum þessa titla með því að skora með fleiri mörk og spila öðruvísi fótbolta.

„Það er mikilvægt fyrir úrvalsdeildina og stuðningsmennina að spila aðlaðandi fótbolta. Við unnum titlana í fyrra með því að spila betri fótbolta.

„Við skoruðum 158 mörk í fyrra, þar 102 í úrvalsdeildinni og 22 í deildarbikarnum. Við erum áfram markahæsta liðið í deildinni í ár,“ sagði Pellegrini en City hefur skorað 71 mark í deildinni í vetur, tveimur meira en Chelsea.

Pellegrini óskaði Chelsea þó til hamingju með titilinn en sagði jafnframt að keppnin yrði harðari að ári.

„Ég óska Chelsea til hamingju, þeir áttu skilið að vinna deildina. En þeir vita að við mætum sterkari til leiks á næsta ári líkt og önnur lið,“ sagði Pellegrini en ekki er víst hvort hann verði við stjórnvölinn hjá City á næsta tímabili.

Manchester City vann 0-1 sigur á Tottenham á útivelli í gær og situr í 2. sæti úrvalsdeildarinnar með 70 stig.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×