Enski boltinn

Park sestur á skólabekk í Leicester

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Park í leik með United árið 2012.
Park í leik með United árið 2012. vísir/getty
Hann vann Meistaradeildina og ensku deildina fjórum sinnum með Man. Utd en nú er hann orðinn skólastrákur í Leicester.

Hér er verið að tala um Kóreubúann Park Ji-Sung. Knattspyrnumenn eru ekki beint þekktir fyrir að setjast á skólabekk eftir að ferlinum lýkur en það gerði Park.

Hann er byrjaður að mennta sig í De Montfort-háskólanum í Leicester þar sem hann er að læra íþróttastjórnun. Hann er að undirbúa sig fyrir að vera þjálfari eða umboðsmaður.

Park var ótrúlega duglegur og samviskusamur leikmaður og má ætla að hann sé því duglegur að lesa líka.

Park er orðinn 35 ára gamall og lagði skóna á hilluna árið 2014. Hann lék með Man. Utd frá 2005 til 2012 en kláraði ferilinn hjá PSV í Hollandi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×