Enski boltinn

Pardew: Held áfram þar til mér er sagt að hætta

Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar
Þessi ungi stuðningsmaður Newcastle vill láta reka Pardew.
Þessi ungi stuðningsmaður Newcastle vill láta reka Pardew. Vísir/Getty
Newcastle tapaði fyrir Stoke, 1-0, í ensku úrvalsdeildinni í kvöld og er enn án sigurs eftir fyrstu sex umferðirnar. Liðið er í næstneðsta sæti og heitt undir stjóranum Alan Pardew.

„Ég er stjóri liðsins þar til að mér er sagt annað. Það er mikill þrýstingur á mér og það endurspeglast aðeins í frammistöðu liðsins. En ég verð að vera sterkur og samkvæmur sjálfum mér,“ sagði Pardew í viðtölum við fjölmiðla eftir leikinn.

„Ég held við [Mike Ashley, eigandi Newcastle] munum ræða vel og vandlega saman. Hann vill ekki tapa og ekki ég heldur. Ég hef aldrei verið í þessari stöðu áður en ég er knattspyrnustjóri og þetta er vinnan mín.“

„Framtíðin er ekki í mínum höndum en ég er með samning og mun stýra liðinu áfram eins vel og ég get.“

Hann segir að það hafi verið lítill munur á liðunum í kvöld. „En þetta var enn eitt tapið. Við höfum ekki efni á að tapa svo mörgum leikjum og verðum að taka á því.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×