Tónlist

Tónlist

Fréttir af innlendum og erlendum tónlistarmönnum, uppákomum og myndböndum.

Fréttamynd

Farsæll ferill hófst þegar hann hætti að drekka

Tónlistarmaðurinn Rúnar Þór Pétursson fagnar 70 ára afmæli sínu síðar í þessum mánuði en í tilefni af því tónleika í Bæjarbíói í Hafnarfirði 22. september, daginn eftir afmælið sitt. Sindri Sindrason hitti Rúnar í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi.

Lífið
Fréttamynd

Stór­tón­leikar Magga Kjartans í Eld­borg

Tónlistarmaðurinn og goðsögnin Magnús Kjartansson fagnaði stórtónleikum sínum síðastliðið laugardagskvöld. Húsfyllir var í Hörpu þar sem hátíðargestir fögnuðu tímamótunum. Ljósmyndari Vísis fangandi að sjálfsögðu stemninguna. 

Lífið
Fréttamynd

Úrvalslið rappara í eina sæng

Rappararnir Birgir Hákon, Birnir, Issi og M Can koma allir saman að laginu 16 Bars. Lagið kom út síðastliðinn föstudag eftir að hafa verið nokkur ár í bígerð en þeir voru jafnframt að senda frá sér tónlistarmyndband við lagið.

Tónlist
Fréttamynd

Tóku skyndiákvörðun út frá ómissandi sólarlagi

„Lagið er innblásið af nýrri ást, að rúnta um í bleiku sólarlagi og tilhlökkun fyrir nýjum tímum,“ segja þær Hildur Kristín og Ragna Kjartansdóttir sem saman mynda hljómsveitina RED RIOT. Þær voru að gefa út lagið Got This Thing og frumsýna tónlistarmyndband við lagið hér í pistlinum.

Tónlist
Fréttamynd

Lítill drengur, stór listamaður

Hæfileikinn til að semja grípandi laglínu er ekki allra. Sennilega myndu mörg nútímatónskáld gefa annan handlegginn, eða kannski bara ömmu sína, til að geta skapað viðlíka lög og Magnús Kjartansson, eða Maggi Kjartans, hefur gert á löngum ferli.

Gagnrýni
Fréttamynd

Lauf­ey toppar Lady Gaga

Glæný plata tónlistarkonunnar Laufeyjar slær öll met á tónlistarveitunni Spotify. Fyrsta sólarhringinn var plötunni streymt 5,7 milljón sinnum, en það er langmesta spilun sem djassplata hefur fengið á tónlistarveitunni á fyrsta sólarhring eftir útgáfu.

Lífið
Fréttamynd

„Munum öll hringja okkur inn veik á morgun“

„Kiki er óður til heimapartýja í London sem heita öðru nafni Kikis. Kiki er eina móteitrið við gráma borgarinnar þegar sumarið er liðið,“ segir Katrín Helga Andrésdóttir sem notast við listamannsnafnið Special-K. Lagið Kiki var kynnt inn í fasta liðnum Íslenskt og áhugavert á Íslenska listanum á FM í dag.

Tónlist
Fréttamynd

Mynda­veisla: Stúdentar skemmta sér á Októ­ber­fest

Októberfest Stúdentaráðs Háskóla Íslands fer fram um helgina. Fjöldi stúdenta á öllum aldri hefur lagt leið sína í Vatnsmýrina þar sem ógrynni tónlistarfólks leikur listir sínar auk þess sem aðrar afþreyingar og matar- og drykkjarvistir eru ekki af skornum skammti. 

Lífið
Fréttamynd

Björk gefur út ævin­týra­legt mynd­band

Stórsöngkonan og fjöllistakonan Björk, gaf nýverið út frá sér ævintýralegt myndband við lagið Victimhood. Gabríela Friðriksdóttir og Pierre-Alain Giraud sáu um leikstjórn en myndbandið var frumsýnt á Cornucopiu tónleikum Bjarkar í Altice Arenna í Lissabon.

Lífið
Fréttamynd

Gary Wrig­ht er látinn

Gary Wrig­ht, söngvari og laga­höfundur, er látinn 80 ára að aldri. Hann er þekktastur fyrir lög sín Dream Wea­ver og Love is Ali­ve.

Lífið
Fréttamynd

Söngvari Smash Mouth látinn

Söngvari Smash Mouth, Steve Harwell, er látinn. Hljómsveitin var þekkt fyrir smelli eins og All Stars og Walkin on on the Sun. Söngvarinn hóf líknandi meðferð fyrr í vikunni. 

Lífið
Fréttamynd

Heitustu trendin í haust

Septembermánuður er genginn í garð, litir náttúrunnar fara að taka breytingum, yfirhafnirnar eru orðnar þykkari og umferðin er farin að þyngjast. Það þýðir bara eitt, haustið er komið með sinni einstöku litadýrð, rútínu og tískubylgjum. Lífið á Vísi ræddi við fjölbreyttan hóp álitsgjafa um hvað er heitast fyrir haustið í margvíslegum flokkum.

Lífið
Fréttamynd

Patrik á toppnum

Tónlistarmaðurinn Patrik Atlason, jafnan þekktur sem prettyboitjokko, situr á toppi Íslenska listans á FM í þessari viku ásamt Luigi með lagið Skína.

Tónlist
Fréttamynd

Frum­samdi tíu tón­verk um eyði­býli

Gunnar Ingi Guðmundsson bassaleikari, lagahöfundur og nemandi í kvikmyndatónsmíðum gaf í dag út sína fyrstu sóló plötu sem nefnist Eyðibýli sem hefur að geyma tíu frumsamin tónverk í kvikmyndastíl. Platan er aðgengileg á Spotify og Apple music.

Lífið
Fréttamynd

Fékk reglu­lega morð­hótanir frá nas­istum

Hilmar Örn Hilmarsson allsherjargoði fékk ítrekað hótanir frá hægri öfgamönnum sem reynt hafa að yfirtaka heiðinn sið. Ýmis heilög tákn, svo sem sólkrossinn og þórshamarinn, séu í hættu vegna notkunar öfgahópa á þeim.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ást í loftinu og nóg pláss fyrir alla“

„Ég held að tónlistarmyndbanda menningin sé í uppsiglingu á Íslandi,“ segir fjöllistakonan Vigdís Howser en hún leikstýrir tónlistarmyndbandi sem má sjá neðar í pistlinum. Myndbandið er við lagið Elska Allt eftir tónsmiðina Mishu og Hxffa, er fjöllistaverkefni í eðli sínu og framleitt af Kristjáni Erni.

Tónlist
Fréttamynd

Hvorki pirraður nágranni né hrekkjóttur unglingur

Listamaðurinn Curver Thoroddsen hefur eignast nýjan vin eftir leystist farsællega úr óvæntri uppákomu á Hamraborgarhátíðinni í Kópavogi. Það sem talið var hafa verið skemmdarverk pirraðs nágranna reyndist hafa verið umsjónarmaður húsnæðisins að vinna vinnuna sína.

Innlent
Fréttamynd

Rann­sókn hætt á meintum brotum Ramm­stein söngvarans

Rann­sókn á meintum kyn­ferðis­brotum Till Lindemann, söngvara þýsku hljóm­sveitarinnar Ramm­stein, hefur verið hætt af sak­sóknara í Þýska­landi. Á­stæðan er að ekki fundust nægi­lega mikil sönnunar­gögn fyrir hinum meintu brotum og þá vildi enginn stíga fram sem vitni.

Erlent
Fréttamynd

Syngur dúett með yngri út­gáfu af sjálfum sér

Tónlistarmaðurinn Sváfnir Sigurðarson gaf nýverið út sína þriðju sólóplötu sem hann nefnir Aska og Gull. Sem fyrr leggur fjöldi tónlistarmanna honum lið á plötunni en þar er að finna níu lög. Hann segir meginþema plötunnar hverfast í kringum æsku sína. 

Lífið
Fréttamynd

„Skiptir máli að gefast ekki upp þegar á móti blæs“

„Ég vil vona að fólk sé aðeins að sjá að það er allt í lagi að vera bara jákvæður og styðja fólk sem fer út í heim að láta drauma sína rætast, í staðinn fyrir að fela sig á netinu og drulla yfir það,“ segir lagahöfundurinn og tónlistarkonan Alma Guðmundsdóttir. Hún ræddi við blaðamann um endurkomu Nylon, lífið í Los Angeles og ástina en Alma er trúlofuð leikaranum Ed Weeks og þau ætla að gifta sig á Spáni eftir nokkrar vikur.

Tónlist
Fréttamynd

Björk verð­launuð fyrir Cornucopiu

Björk Guðmundsdóttir hefur verið valin besti flytjandinn á AIM Independent Music Awards 2023 verðlaunahátíðinni. Tilkynnt var um tónlistarmenn sem tilnefndir voru og sigurvegara í síðustu viku en hátíðin verður haldin þann 26. september.

Tónlist