Þróunarsamvinna

Þróunarsamvinna

Heimsljós er upplýsingaveita utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Vísir og Heimsljós eru í samstarfi um birtingu frétta um þessi mál.

Fréttamynd

Forsætisráðherra fer fyrir sendinefnd Íslands á fundi kvennanefndar SÞ

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og aðrir norrænir ráðherrar jafnréttismála á Norðurlöndunum afhentu Phumzile Mlambo-Ngcuka framkvæmdastjóra UN Women viljayfirlýsingu um að leggja áherslu á árangur í jafnréttismálum við innleiðingu heimsmarkmiða Sameinuðu þjóðanna. Viljayfirlýsingin var afhent við upphaf 63. fundar kvennanefndarinnar SÞ í New York í gær.

Kynningar
Fréttamynd

Fánar í hálfa stöng hjá stofnunum Sameinuðu þjóðanna

Að minnsta kosti 22 starfsmenn Sameinuðu þjóðanna voru í Boeing þotunni sem fórst í Eþíópíu í gær. Flugleiðin á milli Addis Ababa í Eþíópíu og Næróbí í Kenía er mikið notuð af starfsfólki Sameinuðu þjóðanna og starfsfólki alþjóðlegra samtaka sem sinna mannúðar- og þróunarmálum.

Kynningar
Fréttamynd

„Ég var svo spennt þegar ég fékk fyrstu launagreiðsluna!"

Aleeza Hafeez hlaut starfsþjálfun hjá UN Women í Pakistan á vegum verkefnis sem miðar að því að styrkja stöðu kvenna sem starfa í fataverksmiðjum. Í dag hefur hún umsjón með tveimur deildum innan verksmiðjunnar og notar tekjurnar til að sjá fyrir fjölskyldu sinni ásamt föður sínum.

Kynningar
Fréttamynd

Fulltrúar einkafyrirtækja í sendiför til Gana

Halldór Gíslason, starfsmaður Íslandsbanka og Árdís Björk Jónsdóttir, starfsmaður Sýnar, héldu til Gana um nýliðna helgi. Sendiferðin er hluti af metnaðarfullu verkefni Rauða krossins „Brúun hins stafræna bils“ sem snýr að uppbyggingu upplýsinga- og samskiptatæknigetu afrískra landsfélaga, Rauða krossins og Rauða hálfmánans, svo þau geti sinnt hjálparstarfi á skilvirkari og árangursríkari hátt.

Kynningar
Fréttamynd

Íslendingur opnar brugghús í Úganda

Páll Kvaran, Íslendingur búsettur í Úganda, vinnur nú að því að opna brugghús þar í landi ásamt kanadískum samstarfsmanni. Páll hefur búið í Úganda í um sjö ár og unnið að beinni þróunarsamvinnu með frjálsum félagasamtökum og alþjóðastofnunum í nærri tíu ár, fyrst sem starfsnemi í íslenska sendiráðinu í Kampala.

Kynningar
Fréttamynd

Aukin framlög Íslands til bágstaddra í Jemen

Guðlaugur Þór utanríkisráðherra tók í morgun þátt í sérstakri framlagaráðstefnu um Jemen sem Sameinuðu þjóðirnar og ríkisstjórnir Svíþjóðar og Sviss stóðu fyrir. Þar hét hann 30 milljóna króna viðbótarframlagi íslenskra stjórnvalda til mannúðaraðstoðar í landinu.

Kynningar
Fréttamynd

Sendifulltrúi Rauða krossins til Nígeríu

Baldur Steinn Helgason, sendifulltrúi Rauða krossins á Íslandi, stýrir birgðastjórnun fyrir skrifstofu Alþjóðasambands Rauða krossins í Abuja í Nígeríu. Verkefnið tengist neyðarviðbrögðum vegna flóða sem urðu í mið- og suðurhluta Nígeríu á síðasta ári.

Kynningar
Fréttamynd

Ungmenni eru kyndilberar heimsmarkmiðanna

Þátttaka ungs fólk í ákvarðanatöku hvað varðar sjálfbæra þróun er nauðsynleg ef við ætlum að ná heimsmarkmiðunum fyrir 2030. Ungmenni á aldrinum 15 til 24 ára eru um 16% mannkyns.

Kynningar
Fréttamynd

Íslendingar í lið með FAO gegn ólöglegum fiskveiðum

"Samstarfið lagar sig einkar vel að pólitískri stefnu Íslands í alþjóðamálum með ríkum áherslum á málefni hafsins," segir Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra um nýjan samstarfssamning ráðuneytisins við Matvæla- og landbúnaðarstofnun Sameinuðu þjóðanna, FAO.

Kynningar
Fréttamynd

Tæplega helmingur tungumála í útrýmingarhættu

43% tungumála heimsins eru í útrýmingarhættu. "Á tveggja vikna fresti deyr tungumál út og með því hverfur menningarleg og vitsmunaleg arfleifð,“ segir á vef Upplýsingaskrifstofu Sameinuðu þjóðanna. Alþjóðadagur móðurmálsins er á morgun.

Kynningar
Fréttamynd

Sjö manna fjölskylda í tíu fermetra íbúð

Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi SOS á Íslandi, heimsótti fjölskyldu í smábænum Iteye í Eþípíu en hún er ein af 566 fjölskyldum í fjölskyldueflingu sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna og hjálpa með því yfir 1600 börnum.

Kynningar
Fréttamynd

Mikill árangur á skömmum tíma

Fjölskyldueflingarverkefni sem SOS Barnaþorpin á Íslandi fjármagna í Eþíópíu gengur vel. Ragnar Schram, framkvæmdastjóri SOS á Íslandi og Hans Steinar Bjarnason, upplýsingafulltrúi gerðu úttekt á þróun verkefnisins sem styrkt er af utanríkisráðuneytinu og SOS-fjölskylduvinum hér á landi.

Kynningar
Fréttamynd

„Einstakt traust sem okkur er sýnt af Íslands hálfu"

Móses Chimphepo héraðsstjóri í Mangochi fór lofsamlegum orðum um stuðning íslenskra stjórnvalda við íbúa héraðsins á undanförnum árum á fundi með Guðlaugi Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra þegar hann heimsótti verkefnasvæði Íslands í Malaví í síðustu viku.

Kynningar
Fréttamynd

Herferð gegn limlestingum á kynfærum kvenna

Alþjóðlegur dagur gegn limlestingum á kynfærum kvenna er í dag. Af því tilefni hefur Mannfjöldasjóður Sameinuðu þjóðanna, UNFPA, hrint af stað herferð þar sem vakin er athygli á skaðsemi þeirra.

Kynningar
Fréttamynd

Fiskistofnar ná sér á strik í Úganda

Fleiri fiskverkunarstöðvar eru nú starfræktar í Úganda en mörg undanfarin ár og er ástand fiskistofna mun betra eftir að stjórnvöld gripu til aðgerða gegn ólöglegum veiðarfærum. Íslendingar byggðu upp fiskgæðakerfi með Fiskimálastofnuninni í Úganda svo mögulegt varð að gefa út gæðavottorð sem höfðu gildi á Evrópumarkaði.

Kynningar