Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason

Greinar eftir Þorvald Gylfason úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Olíuöldinni fer senn að ljúka

Það var ekki skortur á steinum sem leiddi til þess að steinöldinni lauk eins og Sjeik Ahmed Zaki Yamani, olíuráðherra Sádi-Arabíu 1962-1986, segir stundum þegar hann slær á létta strengi. Og það er ekki heldur skortur á olíu sem veldur því að nú er útlit fyrir að olíuöldinni fari senn að ljúka.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ekkert skiptir meira máli

Hvað skiptir meira máli á vettvangi stjórnmálanna en að virða eftirsókn þjóðarinnar eftir nýrri stjórnarskrá? – skýran vilja eins og hann birtist í þjóðaratkvæðagreiðslunni 2012 og aftur í tveim nýjum skoðanakönnunum á þessu ári. Ekkert – ekkert! – skiptir meira máli að minni hyggju.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sjálfstæðisbaráttunni er ekki lokið

Sinnuleysi Alþingis um mikilvæg hagsmunamál landsmanna tekur á sig ýmsar myndir. Ein birtingarmyndin er styttan af Kristjáni IX Danakonungi þar sem hann stendur framan við stjórnarráðið fýldur á svip með útrétta hönd og stjórnarskrá,

Fastir pennar
Fréttamynd

Eftirdrunur nasismans

Eitt helzta vígorð Donalds Trump í kosningabaráttu hans í fyrra var "America first“. Áður höfðu menn ekki heyrt bandarískan forsetaframbjóðanda tala eins og ofvaxinn þjóðrembill í smáríki sem á undir högg að sækja.

Fastir pennar
Fréttamynd

Færeysk stjórnarskrá, loksins?

Einn munurinn á Færeyjum og Grænlandi er að Færeyingar, bæði þing og þjóð, eru þverklofnir í afstöðu sinni til sjálfstæðis. Að þessu leyti eru Færeyingar eins og Katalónar og Skotar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Stjórnarskrá handa sjálfstæðu Grænlandi

Fjögur Evrópulönd eru og hafa lengi verið í sjálfstæðishugleiðingum: Færeyjar, Grænland, Katalónía og Skotland. Grænland sker sig úr að því leyti að þar er einhugur á þingi um að landið þurfi að taka sér fullt sjálfstæði frá Dönum líkt og Íslendingar gerðu 1944. Allir flokkar á þinginu í Nuuk telja að heimastjórnin sem 70% kjósenda ákváðu að taka sér 1979 dugi ekki lengur.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þaðan koma þjófsaugun

Hún heitir Isabel dos Santos og er sögð vera ríkasta kona Afríku. Eignir hennar eru metnar á 3,5 milljarða Bandaríkjadala eða 375 milljarða íslenzkra króna. Fjárhæðin er stjarnfræðileg: hún jafngildir samanlögðum skuldum íslenzkra sjávarútvegsfyrirtækja í árslok 2015 skv. upplýsingum Hagstofu Íslands.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nærandi eða tærandi?

Bill O´Reilley, þá frægasti sjónvarpsmaður Fox-stöðvarinnar, sagði í viðtali við Trump forseta í febrúar leið: "Pútín er morðingi.“ Forsetinn svaraði: "Það er fullt af morðingjum. Við erum með fullt af morðingjum. Heldurðu að landið okkar sé svona saklaust?“ Það er saga til næsta bæjar að forseti Bandaríkjanna leggi land sitt að jöfnu við Rússland sem réttarríki.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ítalía er ráðgáta

Ítalía er eins og listasafn. Nei, ég ætla að byrja aftur: Ítalía er listasafn. Fegurðin er ekki bundin við Feneyjar, Flórens og Róm, heldur prýðir hún landið nánast allt frá norðri til suðurs, sveit og borg og einnig eyjarnar, þ. á m. Sardiníu og Sikiley. Náttúrufegurð, fagrar byggingar og listaverk frá ýmsum tímum mynda órofa heild.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svíum vegnar vel, en …

Fyrir aldarfjórðungi geisuðu harðar deilur í Svíþjóð um efnahagsmál. Stjórnarstefna jafnaðarmanna sem höfðu verið lengi við völd – samfleytt frá 1932 til 1976, lengst af í minnihlutastjórn, og síðan aftur 1982-1991, 1994-2006 og frá 2014 – sætti margvíslegri gagnrýni.

Fastir pennar
Fréttamynd

Umskipti við Eystrasalt

Meðal frægustu Letta úti um heim er skákmeistarinn Mikhail Tal sem hét réttu nafni Mihails Tals. Öll lettnesk karlmannsnöfn, bæði fornöfn og eftirnöfn, enda á s að mér skilst. Tal vakti heimsathygli þegar hann sigraði Mikhail Botvinnik í heimsmeistaraeinvíginu í skák 1960 og varð yngstur allra heimsmeistara fram að því, 23ja ára að aldri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Ættarnöfn eru annað mál

Algeng eftirnöfn eins og t.d. Hallgrímsdóttir og Sigfús­son eru yfirleitt ekki fýsileg rímorð í skáldskap og eru þar sjaldgæf eftir því. Innlend og erlend ættarnöfn eru annað mál.

Fastir pennar
Fréttamynd

Mislangar ævir

Við mennirnir lifum mislengi. Þjóðir lifa með líku lagi mislengi. Skemmst allra lifir nú að jafnaði fólkið í Svasílandi, örlitlu háfjöllóttu landi sem er umlukið Suður-Afríku. Svasíland er nú eina land heimsins þar sem ævilíkur nýfæddra barna ná ekki 50 árum. Lengst lifir nú fólkið í Hong Kong þar sem hvítvoðungur getur vænzt þess að verða 84ra ára. Þessar tölur marka mikla framför frá fyrri tíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þúsundir allslausra í San Francisco

Heimilisleysingjar eru nú algengari sjón á götum San Francisco en í öðrum bandarískum borgum, t.d. New York, Los Angeles og Chicago. Um þetta er að vísu engum óyggjandi staðtölum til að dreifa þar eð hagstofur halda engin gögn um heimilisleysingja, en blaðamenn vestra hafa birt margar greinar um málið undangengin misseri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kveðjur frá Kaliforníu

Fjölbreytni er jafnan talin eftirsóknarverð, svo í mannlegu félagi sem í ríki náttúrunnar. Ráðdeildarsamt fólk setur eggin sín ógjarnan öll í eina körfu. Það er hygginna manna háttur að dreifa áhættu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hágengisfjandinn

Sagan heldur áfram að endurtaka sig. Gengi krónunnar hefur nær alltaf verið of hátt skráð ef frá eru talin þau (fjölmörgu!) skipti þegar gengið var nýfallið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svo bregðast krosstré

Ég hef lýst því áður á þessum stað hversu hallað hefur á lýðræði um heiminn frá aldamótum, einnig í okkar heimshluta. Steininn tók úr þegar Freedom House sem hefur kortlagt framþróun lýðræðis í heiminum um langt skeið ákvað fyrir nokkru að lækka lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Sjá meira