Þorvaldur Gylfason

Þorvaldur Gylfason

Greinar eftir Þorvald Gylfason úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Mislangar ævir

Við mennirnir lifum mislengi. Þjóðir lifa með líku lagi mislengi. Skemmst allra lifir nú að jafnaði fólkið í Svasílandi, örlitlu háfjöllóttu landi sem er umlukið Suður-Afríku. Svasíland er nú eina land heimsins þar sem ævilíkur nýfæddra barna ná ekki 50 árum. Lengst lifir nú fólkið í Hong Kong þar sem hvítvoðungur getur vænzt þess að verða 84ra ára. Þessar tölur marka mikla framför frá fyrri tíð.

Fastir pennar
Fréttamynd

Þúsundir allslausra í San Francisco

Heimilisleysingjar eru nú algengari sjón á götum San Francisco en í öðrum bandarískum borgum, t.d. New York, Los Angeles og Chicago. Um þetta er að vísu engum óyggjandi staðtölum til að dreifa þar eð hagstofur halda engin gögn um heimilisleysingja, en blaðamenn vestra hafa birt margar greinar um málið undangengin misseri.

Fastir pennar
Fréttamynd

Kveðjur frá Kaliforníu

Fjölbreytni er jafnan talin eftirsóknarverð, svo í mannlegu félagi sem í ríki náttúrunnar. Ráðdeildarsamt fólk setur eggin sín ógjarnan öll í eina körfu. Það er hygginna manna háttur að dreifa áhættu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hágengisfjandinn

Sagan heldur áfram að endurtaka sig. Gengi krónunnar hefur nær alltaf verið of hátt skráð ef frá eru talin þau (fjölmörgu!) skipti þegar gengið var nýfallið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svo bregðast krosstré

Ég hef lýst því áður á þessum stað hversu hallað hefur á lýðræði um heiminn frá aldamótum, einnig í okkar heimshluta. Steininn tók úr þegar Freedom House sem hefur kortlagt framþróun lýðræðis í heiminum um langt skeið ákvað fyrir nokkru að lækka lýðræðiseinkunn Bandaríkjanna.

Fastir pennar
Fréttamynd

Bækur, símar og vín

Hugsum okkur tvö lönd sem eru alveg eins að öllu leyti öðru en því að í öðru landinu eru bækur uppi um alla veggi á flestum heimilum og borðin svigna undan bókastöflunum en í hinu landinu er hvergi nokkurs staðar bók að sjá, kannski vegna þess að þær eru geymdar í kössum niðri í kjallara.

Fastir pennar
Fréttamynd

Smán Alþingis

Fyrir þinglok vorið 2013 lá fyrir Alþingi frumvarp að nýrri stjórnarskrá, fullbúið af hálfu þingsins eftir tveggja ára yfirlegu og efnislega samhljóða tillögum Stjórnlagaráðs sem þjóðin hafði kjörið 2010 og þingið skipað.

Fastir pennar
Fréttamynd

Enn um hringa

Fákeppni tröllríður enn sem fyrr íslenzku efnahagslífi eins og ég hef lýst á þessum stað tvær undanfarnar vikur líkt og félagi minn Guðmundur Andri Thorsson. Byrðarnar sem fólkið í landinu ber af völdum fákeppninnar eru þungar eins og fram kemur t.d. í dómsskjölum um samráð olíufélaganna 1993-2001.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hringar breiða úr sér

Frjáls markaðsbúskapur er til margra hluta nytsamlegur eins og reynslan sýnir. Markaðsfrelsi sprettur þó ekki af sjálfu sér heldur þarf almannavaldið að vaka yfir því ef vel á að vera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hringamyndun og stjórnmál

Hvaða rétt hafa gömlu flokkarnir til að kalla nýja flokka lýðskrumara? – flokka sem vara við stríðu innstreymi útlendinga, vilja úrsögn úr ESB o.s.frv. Væri ekki nær að rökræða við nýja andstæðinga frekar en að reyna að brennimerkja þá?

Skoðun
Fréttamynd

Lausaganga ferðafólks

Offjölgun ferðamanna er vel þekkt viðfangsefni víða um lönd. Úti í heimi er því til staðar dýrmæt reynsla af réttum og röngum viðbrögðum heimamanna við slíkri offjölgun.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sektarnýlendan

Þótt halli nú mjög á Bandaríkin í augum umheimsins mega menn ekki missa sjónar á gamalgrónum styrk landsins sem helgast m.a. af stjórnarskránni frá 1787. Hún tryggir að Bandaríkin eru réttarríki þar sem allir mega heita jafnir fyrir lögum og rammgert jafnvægi ríkir milli framkvæmdarvalds, löggjafarvalds og dómsvalds.

Fastir pennar
Fréttamynd

"Ég vara ykkur við“

Maður er nefndur Andrey Krutskikh. Hann er ráðgjafi ríkisstjórnar Rússlands um öryggis- og upplýsingamál. Hann hélt ræðu á ráðstefnu í Moskvu í febrúar 2016 þegar baráttan um forsetaembættið í Bandaríkjunum var nýhafin. Í ræðu sinni sem hann hélt á rússnesku sagði Krutskikh að stórveldin tvö stæðu nú í sömu sporum og 1948

Fastir pennar
Fréttamynd

Ósaga Íslands 1909-2009

Sumar ritsmíðar birtast undir svo fráleitum fyrirsögnum að yfirskriftin dæmir textann beinlínis úr leik. Litlu munar að þessi lýsing eigi við veigamestu ritgerðina í 11. bindi Sögu Íslands sem kom út fyrir skömmu á vegum Hins íslenzka bókmenntafélags

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppruni okkar í Afríku

Hann stóð við útidyrnar heima hjá sér í Boston og komst ekki inn, lásinn stóð á sér, svo hann fór þá inn bakdyramegin og gat ekki heldur opnað útidyrnar innan frá. Hann fór út aftur til að freista þess ásamt bílstjóra sínum að ljúka upp útidyrahurðinni utan frá, hann var að koma heim frá Kína.

Fastir pennar
Fréttamynd

Alþingi, traust og virðing

Heimsbyggðin öll er minnt á dvínandi álit Bandaríkjanna með reglulegu millibili, núna stundum dag eftir dag. Einn vitnisburðurinn er þverrandi traust Bandaríkjamanna til ýmissa helztu stofnana sinna, m.a. til þingsins og dómstóla.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samkeppni fyrst, takk

Ýmis rök hníga enn sem fyrr til einkarekstrar, einkaframtaks þar sem við á og heilbrigðs markaðsbúskapar. Samt hafa gráðugir kapítalistar síðustu ár sennilega gert meira til að grafa undan trú almennings á kapítalismanum en kommúnistum tókst á hundrað árum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Fastir liðir eins og venjulega

Sagan hefur svartan húmor, stundum kolsvartan. Hún endurtekur sig ef menn fást ekki til að læra af henni. Hér eru að gefnu tilefni fáeinar orðréttar tilvitnanir í eigin skrif um bankamál frá árunum 1987-2016.

Fastir pennar
Fréttamynd

Uppreisn kjósenda

Ein líkleg skýring á bágu ástandi stjórnmálanna í Bandaríkjunum og Evrópu nú er uppreisn reiðra kjósenda gegn forréttindum, m.a. gegn stjórnmálaflokkum sem hegða sér eins og hagsmunasamtök stjórnmálamanna og bönkum sem hegða sér eins og ríki í ríkinu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Nóbelsverðlaun og friður

Þegar söngleikurinn South Pacific eftir Rodgers og Hamm­erstein eftir sögu metsöluhöfundarins James Michener komst á fjalirnar í New York öðru sinni 2008 eftir 60 ára hlé vakti það athygli mína í leikslok, þetta var 2009, að varla var þurran hvarm að sjá í salnum.

Fastir pennar
Sjá meira