Meistaradeildin

Meistaradeildin

Keppni hinna bestu í Evrópu.

Leikirnir




    Fréttamynd

    Kallar eftir Brexit í Evrópuboltanum

    Adriano Galliani, fyrrum framkvæmdastjóri AC Milan og núverandi framkvæmdastjóri Monza, óskar eftir því að hugmyndir um Ofurdeild Evrópu verði teknar aftur upp en í þetta sinn án ensku félagsliðanna.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Real Madrid er besta lið Evrópu

    Real Madrid er meistari meistaranna í Evrópu en liðið vann sinn fimmta Ofurbikar UEFA í kvöld þegar Real vann þægilegan 2-0 sigur á Eintracht Frankfurt á Ólympíuvellinum í Helsinki.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Elías og félagar fara í riðlakeppni Evrópudeildarinnar

    Elías Rafn Ólafsson og félagar hans í danska liðini Midtjylland eru úr leik í forkeppni Meistaradeildar Evrópu eftir 1-3 tap gegn Benfica í kvöld. Evrópuævintýri liðsins er þó ekki lokið þar sem tapið þýðir að Midtjylland fer beint í riðlakeppni Evrópudeildarinnar.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Malmö úr leik í Meistaradeildinni eftir tap á heimavelli

    Lærisveinar Milos Milojevic í sænska stórliðinu Malmö leika ekki meira í Meistaradeild Evrópu þetta árið eftir tap gegn litháíska liðinu Zalgriris á heimavelli, 0-2. Zalgiris vann fyrri leikinn á sínum heimavellill 1-0 og fer því áfram með samanlögðum 3-0 sigri.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Elías Rafn stóð á milli stanganna í jafntefli

    Elías Rafn Ólafsson stóð vaktina í mark danska liðsins Midtjylland þegar liðið gerði 1-1 jafntefli gegn kýpverska liðinu AEK Larnaca í fyrri leik liðanna í annarri umferð í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í kvöld. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Áfrýjun Rússlands hafnað

    CAS, Alþjóðlegi íþróttadómstóllinn í Sviss, hefur hafnað áfrýjunarkröfu frá fjórum rússneskum félagsliðum vegna þátttökubanns UEFA sem meinar liðunum frá því að taka þátt í Evrópukeppnum á næsta leiktímabili. Rússnesku landsliðin mega heldur ekki leika í alþjóðlegum keppnum.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Einn af stærstu leikjum í sögu félagsins

    Víkingur tekur á móti sænska stórliðinu Malmö í forkeppni Meistaradeildar Evrópu á morgunn. Malmö leiðir einvígið með einu marki eftir 3-2 sigur í fyrri leiknum. Leikurinn á morgun verður sá stærsti í sögu Víkings samkvæmt Arnari Gunnlaugssyni, þjálfara liðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Ferdinand kemur Ronaldo til varnar

    Rio Ferdinand, fyrrum leikmaður Manchester United, segist skilja gremju Cristiano Ronaldo vel og segir að hann sjálfur væri óánægður hjá félaginu ef það væri í sömu stöðu og það er í dag, á hans tíma hjá Manchester United.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Alfons spilaði allan leikinn í þægilegum sigri

    Alfons Sampsted, lék allan leikinn í stöðu hægri bakvarðar, þegar lið hans Bodø/Glimt vann sannfærandi 3-0 sigur gegn KÍ frá Klaksvík í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta karla í Bodø í dag. 

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Mörk, rautt spjald og dramatík er Víkingur hélt Evrópu­draumnum á lífi

    Íslands- og bikarmeistarar Víkings mættu Svíþjóðarmeisturum Malmö ytra í fyrri leik liðanna í undankeppni Meistaradeildar Evrópu í fótbolta á þriðjudag. Mörkin úr 3-2 sigri Malmö má sjá hér að neðan sem og rauða spjaldið sem Kristall Máni Ingason fékk fyrir að „ögra“ stuðningsfólki Malmö eftir að hann jafnaði metin í fyrri hálfleik.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Segir að Kristall kunni ekki reglurnar

    Í 3-2 tapi Víkings gegn Malmö í 1. umferð forkeppni Meistaradeildar Evrópu í gær lét Kristall Máni Ingason reka sig af velli eftir að hann jafnaði metin í 1-1 fyrir Íslandsmeistarana og sussaði á áhorfendur. Ola Toivonen, leikmaður sænska liðsins, segir að Kristall kunni líklega ekki reglurnar.

    Íslenski boltinn
    Fréttamynd

    Segir Milos hafa kennt sér að sussa í Rimaskóla

    Jasmín Erla Ingadóttir, leikmaður kvennaliðs Stjörnunnar í fótbolta, er ein þeirra sem leggur orð í belg vegna ákvörðunar moldóvsks dómara leiks Malmö og Víkings um að áminna bróður hennar, Kristal Mána Ingason í annað skipti í leiknum fyrir að sussa á stuðningsmenn sænska liðsins eftir að hann skoraði jöfnunarmark Fossvogsliðsins.

    Fótbolti
    Fréttamynd

    Víkingur sýndi mikinn karakter eftir vafasama dómgæslu

    Víkingur gerði sér ferð til Svíþjóðar og mætti Malmö í Meistaradeild Evrópu í fótbolta karla í kvöld. Malmö fór með 3-2 sigur af hólmi en Kristall Máni Ingason fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 40. mínútu eftir að hafa jafnað leikinn og sussað á stuðningsmenn Malmö er hann fagnaði marki sínu. 

    Fótbolti