Guðmundur Andri Thorsson

Guðmundur Andri Thorsson

Greinar eftir Guðmund Andra úr Fréttablaðinu.

Fréttamynd

Pisa-skelkur

Eins og kunnugt er birtist sjálfsvitund þessa þjóðarkrílis ýmist í formi oflætis eða vanmetakenndar. Annaðhvort tala menn eins og Íslendingar séu frumkvöðlar allra hluta í fararbroddi á heimsvísu – eða einstök flón. Við erum hvorugt.

Skoðun
Fréttamynd

Það er nefnilega vitlaust gefið

Nokkuð klókt hjá forsætisráðherra að reyna að gera sig að talsmanni svokallaðrar millistéttar. Þar er fjöldafylgið. Við höfum upp til hópa þá sjálfsmynd að við tilheyrum millistétt, en séum hvorki yfirstéttar-afætur né þurfalingar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Að bjarga íslenskunni

Sérlega vel tókst til með verðlaun Jónasar Hallgrímssonar að þessu sinni og var allt í anda skáldsins góða: Jórunn Sigurðardóttir er eldsál sem hefur fjallað af ástríðu um bókmenntir í útvarpið um árabil og notaði aldeilis tækifærið til að lesa þeim pistilinn sem vilja sjoppuvæða þá stofnun sem hún starfar fyrir, Ríkisútvarpið. Og Ljóðaslammið hjá Borgarbókasafninu er eitt skemmtilegasta framtak seinni ára í því að efla áhuga og vitund ungs fólks um möguleika og erindi ljóðlistarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Byltingin sem tókst

Hlakka til að lesa bækur þeirra Steingríms J. og Össurar. Bókarformið skapar þess háttar nálægð milli þess sem skrifar og þess sem les að þegar vel tekst til myndast sérstakt trúnaðarsamband þarna á milli. Og stjórnmálamaðurinn fær þá áheyrn hjá hinum almenna lesanda sem hann nær ekki með öðru móti.guð

Skoðun
Fréttamynd

Stjórnmálamaðurinn Jón Gnarr

Sem stjórnmálamaður snerist Jón Gnarr ekki um vinstri og hægri – frekar um hingað og þangað. Hann færði stjórnmál aftur hingað eftir að þau höfðu verið "þar“.

Fastir pennar
Fréttamynd

Virðing

Í Kjarnanum var fjallað um Kaupþingsmennina sem tóku stöðu gegn krónunni fyrir hrun og högnuðust stórkostlega á falli hennar – högnuðust persónulega á óförum þjóðarinnar.

Fastir pennar
Fréttamynd

Sóunin í skáldskapnum

Brynjar Níelsson sagði um daginn að við yrðum að forgangsraða til að afla þeirra þriggja til fjögurra milljarða sem Landspítalinn þarf á að halda. Það er rétt hjá honum. Hann sagði líka að þetta væri áreiðanlega óvinsæl hugmynd – að forgangsraða. Er það?

Fastir pennar
Fréttamynd

"Brennivínið gefur anda og snilli“

Það er svo margt sem aflaga hefur farið hjá okkur Íslendingum og stundum er talað eins og þessi þjóð sé mestu asnar í heimi, viti ekkert, kunni ekkert, læri ekkert og geti ekkert – nema verið asnar.

Skoðun
Fréttamynd

Samstaða eða hlýðni

Samstaðan er gott afl þegar um að að ræða valdalaust fólk sem þarf að sækja rétt sinn og hefur ekkert annað afl en skjólið hvert af öðru. En þegar valdamenn koma og fara að messa yfir okkur um gildi samstöðunnar – um sínar hugmyndir – og tala um að hver sá sem ekki taki undir hugmyndir þeirra aðhyllist „öfgafulla hugmyndafræði“ þá erum við komin á hættulega braut.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hver vegur að heiman er vegurinn burt

Dapurlegasta frétt síðustu viku var sú að Björn Zoega skuli hættur sem forstjóri Landspítalans. Hann hefur nú í nokkur ár staðið í því að reka spítalann með neyðarráðstöfunum sem miðast við neyðarástand, rétt eins og hér á landi hafi geisað borgarastríð um árabil.

Skoðun
Fréttamynd

Arfurinn

Erlendur bakrauf, Jósteinn glenna, Ásmundur kastanrassi. Þorsteinn göltur, Jón fjósi, Pétur glyfsa. Þorbjörn meri, Guðmundur kvíagimbill, Böðvar lítilskeita.

Fastir pennar
Fréttamynd

Harpan og heilbrigðið

Óneitanlega hnykkir fólki við þegar Kári Stefánsson skrifar í grein í Morgunblaðinu að fólk sé farið að deyja vegna ástandsins í heilbrigðismálum þjóðarinnar og rekur nokkur sláandi dæmi um fjárfrekar framkvæmdir sem stjórnvöld vildu frekar ráðast í en að standa straum af heilbrigðiskerfinu.

Skoðun
Fréttamynd

Roðhundarökræða

Rúmlega sextíuþúsund Íslendingum getur varla skjátlast – eða hvað? Flugvöllurinn skal áfram vera í Vatnsmýrinni vegna nálægðar við Landspítalann – svolítið eins og frátekið stæði fyrir "Landsbyggðina“ við spítalann, ef eitthvað skyldi koma upp á. Gagnvart þessum spítalarökum eru fylgismenn þess að flytja flugvöllinn eiginlega alveg ráðþrota, því að hver vill halda því að fram mannslíf sé minna virði en skipulagsvald Reykvíkinga í eigin landi?

Fastir pennar
Fréttamynd

Eða þannig

„Við Bjarni [Benediktsson] erum algjörlega að tala í takt varðandi þetta mál“, var haft eftir utanríkisráðherra, Gunnari Braga Sveinssyni, í vikunni í Morgunblaðinu: þeir tala í takt – svona eins og rapparar gera.

Fastir pennar
Fréttamynd

Náttúru-Perlan

Það væri vitnisburður um vitundarvakningu Íslendinga ef þeir hefðu nú eftir öll þessi ár manndóm í sér að koma upp sómasamlegu náttúrugripasafni. Þar hentar Perlan vel.

Fastir pennar
Fréttamynd

Svona virkar einræðið

Þegar ég var strákur fór ekki hjá því stundum að maður yrði var við það þegar leiðindaskarfarnir úr Flokkunum voru að hringja í móður mína sem þá var fréttastjóri á Fréttastofu útvarpsins. Þeir sátu með skeiðklukkur og mældu tímann sem þeir fengu og svo "hinir“ og ef skeikaði fimm sekúndum kröfðust þeir leiðréttinga, upp á sekúndu.

Fastir pennar
Fréttamynd

Steldu.net

Það er alltaf verið að brjótast inn. Og þrátt fyrir það að alltaf sé verið að reyna að búa til nýjar þjófavarnir og hvernig sem lögreglan reynir þá er eins og sumir þjófar séu alltaf skrefinu á undan og sjái við varnarkerfunum.

Fastir pennar
Fréttamynd

Hjól atvinnufíflsins

Formaður Fjárlaganefndar, Vigdís Hauksdóttir, sagði yfirvofandi lækkun á lánshæfismati Íslands hjá matsfyrirtækinu Standard og Poor's vera "íhlutun í íslensk innanríkismál“. Það er vissulega sjónarmið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Af síld ertu kominn

Ég gekk um Síldarminjasafnið á Siglufirði á dögunum á miðjum rigningardegi – fáir á ferli – þögn yfir öllu. Þá er alltaf skemmtilegast að ganga um söfn, þegar maður þarf ekki að hlusta á eitthvert skvaldur og getur einbeitt sér að því að hlusta á hlutina þegja.

Fastir pennar
Fréttamynd

LÍÚ-varpið

Við þurfum að tala um hann Davíð. Og nú ranghvolfa margir augum og fórna höndum en vinir hans og félagar glotta illyrmislega og segja glaðir í bragði: "Þið eruð með Davíð á heilanum.“

Fastir pennar
Fréttamynd

Við grátmúrinn

Fyrir tveimur árum var hér á ferð einn af þessum forvitnu, góðviljuðu og skynugu erlendu blaðamönnum sem hafa verið tíðir gestir á Íslandi eftir Hrun. Sam Knight heitir hann og skrifar fyrir enska tímaritið Prospect. Hann hafði áhuga á kvótakerfinu, var nokkuð hrifinn af því, en vildi kynna sér allar hliðar málsins eins og tíðkast meðal raunverulegra blaðamanna á raunverulegum fjölmiðlum.

Skoðun
Fréttamynd

Brenndur Bismark

Einhver tiltekin iðja verður í sjálfu ekki góð eða réttmæt við það eitt að vera kennd við list – og svo sem ekki heldur vond eða ómerkileg.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lækningar fremur en refsingar

Eiturlyf. Sjálft orðið er hlaðið sprengikrafti: ?eitur? er það sem skaðar okkur en ?lyf? er það sem bætir líðan okkar til líkama og sálar. Annað orðið vísar til eyðingar, hitt til lækninga.

Fastir pennar
Fréttamynd

Lærum að leika okkur

Þegar maður horfir á enska sakamálamynd þátt í sjónvarpinu sem gerð er upp úr bók eftir Agöthu Christie er ánægjan ekki endilega fólgin í því að brjóta heilann um plottið – er það ekki alltaf ungi myndarlegi maðurinn? Ekki er það heldur óvægin krufning á þjóðfélaginu, hvað þá fínlegar sálarlífslýsingar. Nei, ánægjan er einkum fólgin í því að horfa á það hvernig Englendingar fara að því að setja sig á svið.

Fastir pennar
Fréttamynd

Samfylkingarblús

Samfylkingin sat í ríkisstjórn tvö kjörtímabil í röð og kannski var þetta bara orðið ágætt. Vissulega var þetta verri útreið en flokkurinn átti skilið – það var nánast eins og það væri orðið nýjasta tískuæðið í landinu að kjósa ekki Samfylkinguna.

Fastir pennar