Eurovision

Eurovision

Fréttir af framlagi Íslendinga og annarra þjóða í Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva.

Fréttamynd

Fara betur saman en jarðarber og epli

Í dag fór miðasalan fyrir Ávaxtakörfuna af stað sem fer á svið í Silfurbergi Hörpu þann 16. apríl. Söngkonurnar Katla Njálsdóttir og Þórdís Björk Þorfinnsdóttir eru á fullu að æfa sig, bæði fyrir leikritið og Söngvakeppnina sem þær keppa báðar í á laugardaginn.

Lífið
Fréttamynd

Danir senda pönk til Ítalíu

Danir völdu framlag sitt í Eurovision söngvakeppnina nú í kvöld. Kvennapönksveitin Reddi verður fulltrúi Dana þegar keppnin fer fram í Tórínó í maí.

Tónlist
Fréttamynd

Ástralir senda raunveruleikaþátta stjörnu í Eurovision

Ástralir hafa valið Sheldon Riley sem fulltrúa sinn í Eurovision með lagið Not the Same sem hann samdi sjálfur. Sheldon sló fyrst í gegn í Ástralska The Voice og síðar í America's got talent global þar sem hann hlaut einróma já frá dómurunum. 

Lífið
Fréttamynd

Rússum meinuð þátt­taka í Euro­vision

European Broadcasting Union (EBU), eða Samband evrópskra ríkisútvarpa, hefur ákveðið að meina Rússum þátttöku að Evrópsku söngvakeppninni, vegna árásar Rússa inn í Úkraínu. Þetta kemur fram í tilkynningu frá EBU.

Erlent
Fréttamynd

Frumsýnir enska útgáfu myndbands í Söngvakeppninni: „Við búum í raun öll á einu stóru hringlaga eldgosi“

Haffi Haff ákvað að fara alla leið í gleðinni sem fylgir Eurovision-keppninni og fór sjálfur í gerð myndbanda við bæði íslensku og ensku útgáfuna af laginu sem hann flytur í undankeppninni, Gía eða Volcano á ensku. Í dag frumsýnir Lífið á Vísi myndband við ensku útgáfu lagsins, Volcano. Það er þó nokkuð ólíkt íslensku útgáfunni sem frumsýnt var hér á Vísi fyrir tveimur vikum.

Tónlist
Fréttamynd

Banana óðir úlfar í Eurovision frá Noregi

Noregur hefur valið banana óða úlfa sem búa á tunglinu sem framlag sitt í Eurovision 2022. Subwoolfer sigruðu norsku söngvakeppnina með laginu Give That Wolf a Banana sem haldin var um helgina. Meðlimir Subwoolfer hafa farið huldu höfði en enginn veit hver er á bak við grímurnar. Söngvararnir og lagahöfundarnir kalla sig þó Keith og Jim.

Lífið
Fréttamynd

Gera All Out of Luck að sínu og frumsýna nýtt myndband

Reykjavíkurdætur hafa gefið út ábreiðu af hinu ástsæla Eurovisionlagi All Out of Luck sem Selma Björnsdóttir lenti í öðru sæti með árið 1999. Dæturnar hafa vakið mikla athygli hérlendis og erlendis fyrir þáttöku sína í Söngvakeppni Sjónvarpsins og eru þær allar miklir aðdáendur lagsins og Selmu.

Lífið
Fréttamynd

Komin í einangrun stuttu fyrir Söngvakeppni Sjónvarpsins

Nú blæs duglega á móti systkinunum í Amarosis sem munu keppa í Söngvakeppni Sjónvarpsins í ár en Ísold Wilberg hefur greinst með Covid-19 og er þar af leiðandi í einangrun. Þau hafa því þurft að aflýsa æfingum fyrir undanúrslitakvöldið sem nálgast óðfluga.

Lífið
Fréttamynd

Íslendingur í dómnefnd: Dómnefnd hótað lífláti eftir Eurovision-forval á Spáni

Spænska þjóðin er öskureið eftir að framlag Spánverja í Eurovision var valið með pompi og prakt um síðustu helgi. Almenningur kaus með yfirburðum lag þriggja kvenna frá Galisíu, en fimm manna dómnefnd sérfræðinga hafði svo mikil völd að allt annað lag varð fyrir valinu. Einn Íslendingur sat í dómnefndinni sem hafa borist líflátshótanir vegna úrslitanna.

Erlent