MIĐVIKUDAGUR 29. MARS NÝJAST 05:00

Gamma í vinnslu eiturefnaúrgangs

FRÉTTIR

Owen gerđi grín ađ aukakílóum Ronaldo

 
Fótbolti
08:45 11. JANÚAR 2017
Ronaldo er annar frá hćgri, ásamt Zinedine Zidane. Owen, lengst til vinstri, stendur viđ hliđ Luis Figo.
Ronaldo er annar frá hćgri, ásamt Zinedine Zidane. Owen, lengst til vinstri, stendur viđ hliđ Luis Figo. VÍSIR/GETTY

Ronaldo og Roberto Carlos, fyrrum leikmenn Real Madrid og brasilíska landsliðsins, lýstu yfir óánægju sinni með skrif Michael Owen á Twitter á dögunum.

Nokkrir af fyrrum leikmönnum Real Madrid voru mættir á Santiago Bernabeu leikvanginn til að heiðra Cristiano Ronaldo sem hafði nokkrum dögum fyrr unnið fjórða Gullbolta nokkrum dögum fyrr, sem leikmaður ársins 2016.

Michael Owen spilaði með Ronaldo hjá Real Madrid tímabilið 2004-5 og gerði grín á Twitter-síðu sinni að þeim síðarnefnda og aukakílóunum hans.„Ég hélt að ég hefði verið að bæta á mig þar til að ég hitti Ronnie, minn gamla félaga,“ skrifaði Owen í umræddri færslu.

Ronaldo virtist svara þessum ummælum í samtali við spænska blaðið AS. „Það kemur mér í opna skjöldu að sjá hversu mikilvæg líkamsþyngd mín virðist vera. Ég veit í sannleika sagt ekki af hverju það er,“ sagði hann.

Roberto Carlos tók í svipaðan streng og var ekki hrifinn af brandara Owen.

„Ég er ekki hrifinn af svona bröndurum. Ronaldo er mjög góður vinur minn og við verðum að gæta okkar. Vandi Ronaldo er ekki líkamlegur heldur er það hjartað hans. Hann hefur mjög stórt hjarta.“

Færsla Owen fékk mikil viðbrögð og hafa hátt í þúsund manns svarað Englendingnum, flestir þeirrar skoðunar að hann hafi farið yfir strikið.


Deila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Owen gerđi grín ađ aukakílóum Ronaldo
Fara efst