Innlent

Óttast brottfall úr stéttinni náist ekki samningar

Haraldur F. Gíslason.
Haraldur F. Gíslason.
Haraldur F. Gíslason formaður félags leiksskólakennara segist óttast mikið brottfall úr stéttinni, verði kröfum þeirra ekki mætt, en þeir krefjast þess að fá sambærileg laun og aðrar stéttir með sömu menntun. Þetta kom fram í viðtali við Harald í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Ekkert hefur gengið í samningaviðræðum og nú stefnir í verkfall á leikskólum á mánudaginn kemur. Í Fréttablaðinu í dag segir að leiksskólum í Reykjavík verði ekki alfarið lokað, komi til verkfalls. Opið verði á þeim deildum þar sem deildarstjórinn er ekki í félagi leiksskólakennara.

Haraldur segir að þarna sé um undantekningartilvik að ræða. Á Akureyri er staðan sú að þar eru allar deildir mannaðar leikskólakennurum í deildarstjórastöðum og því munu allir skólar í bænum loka, komi til verkfalls. Haraldur segir að um 240 leikskóla á öllu landinu sé um að ræða, en ekki verður röskun hjá einkareknum leiksskólum.

Hér má hlusta á viðtalið við Harald í heild sinni.




Tengdar fréttir

Leikskólar í Reykjavík munu skerða þjónustu

Leikskólum Reykjavíkurborgar verður ekki lokað þó að leikskólakennarar sem eru í Félagi leikskólakennara (FL) fari í verkfall næsta mánudag, segir Ragnhildur Erla Bjarnadóttir, sviðsstjóri leikskólasviðs borgarinnar. Öllum leikskólum á vegum Akureyrarbæjar mun hins vegar verða lokað.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×