Fótbolti

Ótrúlegur dagur í íslenskri knattspyrnusögu | Öll úrslitin

Stefán Árni Pálsson skrifar
mynd / vilhelm
Ótrúlegum degi lokið í íslenskri knattspyrnusögu. Ísland er komið í umspil um laust sæti á HM í Brasilíu eftir jafntefli gegn Norðmönnum ytra.

Englendingar tryggðu sér sigur í sínum riðli með flottum sigri á Pólverjum en Frakkar neiðast til að fara í umspil um laust sæti á mótinu.

Danir komust ekki í umspilið en liðið rúllaði yfir Möltu 6-0 í kvöld. Danska liðið hafnaði í öðru sæti síns riðils en með lakasta árangur allra liða sem höfnuðu í öðru sæti. Því fer liðið ekki áfram í umspilið og sitja því eftir með sárt ennið.

„Við getum sjálfum okkur um kennt,“ sagði Daniel Agger, fyrirliði danska landsliðsins, í knattspyrnu, eftir leikinn í kvöld.

„Við hefðum átt að ná í fleiri stig og þurfum því að líta í eigin barm eftir þessa keppni.“

„Síðustu dagar hafa verið erfiðir fyrir okkur eftir jafnteflið gegn Ítölum í síðustu viku, það kostaði okkur sæti í umspilinu.“



Hér að neðan má sjá öll úrslit dagsins.

A-riðill

Serbía - Makedónía 5-1

1-0 Stefan Ristovski, sm (16.), 2-0 Dušan Basta (19.),

3-0 Aleksandar Kolarov (38.), 4-0 Dušan Tadić (54.), 5-0 Stefan Šćepović (73.) 5-1 Adis Jahović (83.).

Belgía - Wales 1-1

1-0 Kevin De Bruyne (64.), 1-1 Aaron Ramsey (88.).

Skotland - Króatía 2-0

1-0 Robert Snodgrass (28.), Steven Naismith (73.).

Lokastaðan: Belgía 26 stig, Króatía 17, Serbía 14, Skotland 11,

Wales 10, Makedónía 7.

B-riðill

Búlgaría - Tékkland 0-1

0-1 Bořek Dočkal (52.)

Danmörk - Malta 6-0

1-0 Morten Rasmussen (9.), 2-0 Daniel Agger (11.), 3-0

Andreas Bjelland (28.), 4-0 Daniel Agger (39.), 5-0

Morten Rasmussen (74.), 6-0 Nicki Niels Nielsen (84.).

Ítalía - Armení 2-2

0-1 Yura Movsisyan (5.), 1-1 Alessandro Florenzi (24.),

1-2 Henrikh Mkhitaryan (70.), 2-2 Mario Balotelli (76.)

Lokastaðan: Ítalía 22 stig,Danmörk 16,Tékkland 15, Búlgaría 13, Armenía 13, Malta 3.

C-riðill

Færeyjar - Austurríki 0-3

Írland - Kasakstan 3-1

0-1 Dmitriy Shomko (13.), 1-1 Robbie Keane (17.), 2-1

John O‘Shea (26.), 3-1 Dmitriy Shomko, sm (78.).

Svíþjóð - Þýskaland 3-5

1-0 Tobias Hysén (6.), 2-0 Alexander Kačaniklić (42.)

2-1 Mesut Özil (45.), 2-2 Mario Götze (53.), 2-3 André

Schürrle (53.), 2-4 André Schürrle (66.),3-4 Tobias

Hysén (69.) 3-5 André Schürrle (76.)

Lokastaðan: Þýskaland 28 stig, Svíþjóð 20, Austurríki

17, Írland 14, Kasakstan 5, Færeyjar 1.

D-riðill

Ungverjaland - Andorra 2-0

1-0 Nemanja Nikolić (51.),1-0 Nemanja Nikolić (76.)

Rúmenía - Eistland 2-0

1-0 Ciprian Andrei Marica (30.), 2-0 Ciprian Andrei  Marica (81.)

Tyrkland - Holland 0-2

0-1 Arjen Robben (9.),0-2 Wesley Sneijder (47.)

Lokastaðan: Holland 28 stig, Rúmenía 19, Tyrkland 16,

Ungverjaland 17, Eistland 7, Andorra 0.

E-riðill

Kýpur - Albanía 0-0

Noregur - Ísland 1-1

0-1 Kolbeinn Sigþórsson (12.), 1-1 Daniel Braaten (30.)

Sviss - Slóvenía 1-0

1-0 Granit Xhaka (73.)

Lokastaðan: Sviss 24 stig, Ísland 17, Slóvenía 15,

Noregur 12, Albanía 11, Kýpur 5.

F-riðill

Aserbaídsjan - Rússland 1-1


0-1 Roman Shirokov (16.), 1-1 Vaqif Cavadov (90.).

Ísrael - Norður-Írland 1-1

1-0 Eden Ben Basat (43.), 1-1 Steven Davis (72.)

Portúgal - Lúxemborg 3-0

1-0 Silvestre Varela (30.), 2-0 Nani (36.), 3-0 Hélder

Postiga (79.)

Lokastaðan: Rússland 22 stig, Portúgal 21, Ísrael 14,

Aserbaídsjan 9, Norður-Írland 7, Lúxemborg 6.

G-riðill

Grikkland - Liechtenstein 2-0

1-0 Dimitris Salpingidis (10.), 2-0 Giorgios Karagounis (81.).

Litháen - Bosnía 0-1

0 - 1 Vedad Ibišević (68.)

Lettland - Slóvakía 2-2

0-1 Martin Jakubko (9.), 0-2 Kornel Saláta (16.), 1-2

Valerijs Šabala (47.),2-2 Renārs Rode (92.).

Lokastaðan: Bosnía 25 stig, Grikkland 25 Slóvakía 13,

Litháen 11, Lettland 8, Liechtenstein 2.

H-riðill

England - Pólland 2-0

1-0 Wayne Rooney (41.), 2-0 Steven Gerrard (88.).

Svartfjallaland - Moldavía 2-5

San Marínó - Úkraína 0-8

Lokastaðan: England 22 stig, Úkraína 21 Svartfjallal.

15, Pólland 13, Moldavía 11, San Marínó 0.

I-riðill

Frakkland - Finnland 3-0

1-0 Franck Ribéry (8.), 2-0 Joona Toivio, sm (76.), 3-0 Karim Benzema (87.)

Spánn - Georgía 2-0

1-0 Negredo (26.), 2-0 Juan Mata (61.).

Lokastaðan: Spánn 20 stig, Frakkland 17, Finnland 9,

Georgía 5, Hvíta-Rússland 4.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×