Innlent

Össur: Olía mun gera Ísland að ríkustu þjóð í heimi

Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.
Össur Skarphéðinsson, iðnaðarráðherra.

Grunnurinn í íslensku atvinnulífi er sterkur. Það er ástæðan fyrir því að Ísland mun ná sér miklu fyrr upp úr djúpri kreppu sem bankahrunið hratt af stað, að mati Össur Skarphéðinssonar iðnaðarráðherra.

Össur segir í pistli á heimasíðu sinni að í iðnaðarráðuneytinu sé verið að leggja drög að nýjum atvinnugreinum á borð við olíuvinnslu. Hann hafi komist að þeirri niðurstöðu eftir að hafa farið í gegnum ýmis gögn séu afar sterkar vísbendingar að á Drekasvæðinu sé að finna olíu og gas.

,,Í bráð mun þetta skipta miklu máli vegna þess að einungis veltan í rannsóknum og leit mun velta tugum milljarða. Í lengd mun olíuvinnslan gera Ísland að ríkustu þjóð í heimi," skrifar Össur.

Össur segir að sterkar vísbendingar séu um að Íslendingar eigi á næstu áratugum eftir að draga verulegt magn af olíu og gasi upp úr hafsbotninum. ,,Við munum fyrr en seinna skipa okkur á bekk með olíuþjóðum heimsins. Ég bind sterkar vonir við að olía og gas muni skapa mikinn auð á Íslandi, og afrakstur okkar mun allur renna í sameiginlega sjóði. "

,,Mergur málsins er sá, að mjög miklir möguleikar eru til á Íslandi til að skapa meiri verðmæti og viðbótargjaldeyri á mörgum sviðum. Risaálver er ekki allt sem þarf," segir Össur og bætir við að smátt sé líka gott. Kreppa feli í sér tækifæri.

Pistil Össurar er hægt að lesa hér.





Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×