Orð Biblíunnar vöktu ótta meðal Íslendinga þegar þeir héldu þau koma úr Kóraninum - myndband Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar 2. ágúst 2016 20:00 Nokkrir vegfarendur voru spurðir hvað þeim þykir um fyrirmæli Kóransins - en í raun komu þau úr Biblíunni. Vísir „Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“ Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira
„Leggist maður með karlmanni sem kona væri þá fremja þeir báðir viðurstyggð. Þeir skulu líflátnir verða, blóðsök hvílir á þeim.“ Þessi orð koma úr Biblíunni, nánar tiltekið úr Þriðju Mósebók. Bjartmar Þeyr Alexandersson fór hins vegar í miðbæinn, bar þessi orð og fleiri úr trúarriti Þjóðkirkjunnar, undir almenna borgara og sagði þau koma úr Kóraninum. Viðtölin tók hann upp og er fróðlegt að heyra hvað Íslendingum finnst um fyrirmælin, en auk setningarinnar hér að ofan las hann tilmæli sem lýsa kvenfyrirlitningu til dæmis. Langflestum viðmælendum hans þykir standa ógn af þeim aðilum sem trúa þessum orðum og jafnvel þykir þeim standa ógn af fólki sem hefur fyrirmæli sem þessi í trúarriti sínu. „Þetta vekur hjá mér ótta,“ sagði kona ein og maður í myndbandinu sagðist ekki vilja að dætur sínar væru í tengslum við fólk sem hefði orð sem þessi í sínu trúarriti. Þó voru nokkrir sem sögðu að fyrra bragði að það kæmi þeim ekki á óvart að heyra að sambærilegar setningar fyndust í Biblíunni. Hægt er að sjá viðtölin hér að neðan en í samtali við Vísi segist Bjartmar hafa sérstakan áhuga á þessum málefnum og sérstaklega samfélagslegri umræðu um flóttafólk. „Mér finnst mjög margt vanta inn í umræðuna,“ útskýrir Bjartmar en hann vill hefja umræðu byggða á málefnum og staðreyndum. Hann segir fólk alltof oft slá fram fullyrðingum um að flóttamenn eða aðrir sem eru af erlendu bergi brotnir séu hættulegir hryðjuverkamenn og vísi svo í Kóraninn sér til stuðnings. Þetta sé ekki sanngjörn umræða. Málefnið stendur Bjartmari nærri en hann er afkomandi flóttamanns. „Amma mín kom hingað til lands árið 1946 frá Þýskalandi, rétt eftir seinni heimsstyrjöldina. Hún kemur frá ríki sem bar ábyrgð á dauða fimmtíu milljón manns,“ segir Bjartmar. Ættingjar hennar tóku sumir hverjir þátt í aðgerðum nasista og bendir Bjartmar á að ósanngjarnt hefði verið að kenna henni um syndir þjóðarinnar sinnar eða ættingja. „Hún eignaðist fjögur börn á Íslandi sem eiga börn og barnabörn. Afkomendur hennar eru að leggja mikið af mörkum til íslensks samfélags, tvö af börnum hennar stofnuðu fyrirtæki til dæmis.“
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Vilja leggja réttarríkið til hliðar Erlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent „Mikilvæg skref“ en allt velti á því hvort Pútín sé í stuði fyrir frið Erlent Hækka þurfi veiðigjald í skrefum Innlent Fleiri fréttir Hækka þurfi veiðigjald í skrefum 230 íbúðir í byggingu í Þorlákshöfn Vopnahlé og í beinni frá Basel og Öskjuhlíð Björgunarsveitir vilja undanþágu frá virðisaukaskatti Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Sjá meira