Innlent

Öll umferð um Öskju bönnuð í kjölfar skriðu

Stefán Ó. Jónsson skrifar
Öskjuvatn og Víti í forgrunni
Öskjuvatn og Víti í forgrunni MYND/SIGURÐUR BOGASON
„Gríðarlega stór“ skriða féll í suð-austurhluta Öskjuvatns laust fyrir miðnætti í gærkvöldi og hefur öll umferð um Öskju verið bönnuð í kjölfarið.

Skriðan orsakaði flóðbylgju í Öskjuvatni og óróapúls sem stóð yfir í um 20 mínútur mældist á jarðskjálftamælum á svæðinu á sama tíma. Ljós mökkur reis einnig upp og óljóst er hvort um var að ræða gufustrók eða annað er fram kemur í tilkynningu frá Veðurstofu Íslands.

Þar segir einnig að hlýtt hafi verið á svæðinu og mikil snjóbráð hafi myndast sem hugsanlega hafi skriðunni af stað. Öskjubarmurinn geti verið óstöðugur á köflum og meira af lausu efni gæti því fallið í vatnið.

„Vísindamenn og Almannavarnir funda í fyrramálið þar sem farið verður yfir stöðuna,“ segir í tilkynningunni. Öll umferð í Öskju er bönnuð þar til niðurstaða þess fundar liggur fyrir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×