Innlent

Öll tilskilin leyfi sem afurðastöð

Sveinn Arnarsson skrifar
Mjólkursamsalan starfar á grundvelli afurðastöðvaleyfis.
Mjólkursamsalan starfar á grundvelli afurðastöðvaleyfis. Fréttablaðið/Stefán
Forsvarsmenn Mjólkursamsölunnar (MS) segja fyrirtækið með öll tilskilin leyfi til þess að kalla sig afurðastöð og benda á að á þeim grundvelli hafi stjórnvöld fjallað um fyrirtækið. Því sé ekki rétt sem Ólafur M. Magnússon haldi fram að MS sé ekki afurðastöð.

Fréttablaðið sagði frá því í gær að Ólafur hefði kært MS og KS fyrir ólögmætt samráð. Byggir Ólafur kæruna á því að MS sé í raun ekki afurðastöð þar sem Auðhumla, móðurfyrirtæki MS, kaupi alla mjólk af bændum.

Lögfræðileg úttekt LEX lögmannsstofu, sem MS lét gera fyrir sig, kemst að þeirri niðurstöðu að MS sé réttilega afurðastöð í skilningi búvörulaga. Fram kemur að MS starfi á grundvelli afurðastöðvaleyfis frá Matvælastofnun og lúti eftirliti sem slík. „Þá liggur ljóst fyrir að bæði þau stjórnvöld sem fara með framkvæmd búvörulaga og Samkeppniseftirlitið telja Mjólkursamsöluna ehf. vera afurðastöð í skilningi þeirra,“ segir í tilkynningunni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×