Innlent

Ólafur og Þóra hnífjöfn

Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson eru hnífjöfn í skoðanakönnun Fréttablaðsins.
Þóra Arnórsdóttir og Ólafur Ragnar Grímsson eru hnífjöfn í skoðanakönnun Fréttablaðsins.
Þóra Arnórsdóttir forsetaframbjóðandi og Ólafur Ragnar Grímsson, sitjandi forseti, njóta hvort um sig stuðnings um 46 prósenta þjóðarinnar samkvæmt nýrri skoðanakönnun Fréttablaðsins. Aðrir frambjóðendur komast vart á blað.

Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar, sem gerð var á miðvikudags- og fimmtudagskvöld, fengi Ólafur Ragnar um 46 prósent atkvæða yrði gengið til forsetakosninga nú.

Þóra Arnórsdóttir hefur afgerandi forskot á aðra frambjóðendur sem bjóða sig fram gegn sitjandi forseta, og fengi samkvæmt könnuninni um 46,5 prósent atkvæða.

Aðrir frambjóðendur njóta mun minni stuðnings. Um 2,9 prósent þeirra sem afstöðu taka í könnuninni segjast myndu kjósa Herdísi Þorgeirsdóttur og 1,5 prósent styðja Ástþór Magnússon. Jón Lárusson fengi samkvæmt könnuninni 1,2 prósent atkvæða og Hannes Bjarnason 0,4 prósent.

„Ég sé fram á hörkuspennandi forsetakosningar," segir Grétar Þór Eysteinsson, stjórnmálafræðiprófessor við Háskólann á Akureyri. Hann segir niðurstöðurnar hljóta að gefa Þóru byr í seglin, en að sama skapi hljóti þær að vera verulegt áhyggjuefni fyrir Ólaf.

Þóra nýtur meiri stuðnings meðal kvenna en Ólafur, en fleiri karlmenn styðja Ólaf en Þóru. Ólafur Ragnar nýtur hins vegar meiri stuðnings á landsbyggðinni, en Þóra er með sterkari stöðu á höfuðborgarsvæðinu.- bj



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×