Innlent

Ólafi og Össuri boðið til Palestínu

Ólafur Ragnar Grímsson, forseti.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti.

Forsætisráðherra Palestínu hefur boðið Ólafi Ragnari Grímssyni, forseta Íslands og Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðherra, í heimsókn til Gasasvæðisins. Þetta kom fram á fundi sem Ismal Hanyeh átti með Sveini Rúnari Haukssyni, formanni félagsins Ísland-Palestína, í gær.

Samkvæmt tilkynningu sem Sveinn Rúnar sendi þá ræddi hann í klukkustund við forsætisráðherrann á Gasaströndinni og þakkaði ráðherrann Íslendingum fyrir stuðning þeirra við Palestínumenn og var Össuri Skarphéðinssyni utanríkisráðhyerra þakkað sérstaklega.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×