Innlent

Ókeypis í sund fyrir íbúa

Benedikt Bóas hinriksson skrifar
Það er mikið synt í Sandgerði.
Það er mikið synt í Sandgerði. vísir/sólveig
Íbúar Sandgerðisbæjar fá frítt í sundlaug bæjarins frá og með næsta ári. Við vinnslu fjárhagsáætlunar Sandgerðis fyrir árin 2017 til 2020 kom einnig fram að foreldrar verða ekki rukkaðir um námsgögn grunnskólans, hvatastyrkur upp á 30 þúsund krónur verður veittur börnum á aldrinum 4 til 18 ára og niðurgreiðsla til dagforeldra verður 40 þúsund krónur á mánuði.

Á fundi bæjarstjórnar í gær kom fram að áætlunin bæri þess merki að áhersla væri lögð á að stuðla að fjölskylduvænu samfélagi og að markmið bæjarstjórnar væri að lækka álögur á íbúa bæjarfélagsins. 

Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu




Fleiri fréttir

Sjá meira


×