Innlent

Ógnaði og hótaði fjölskyldu sinni

Hulda Hólmkelsdóttir skrifar
Maðurinn var með hamar í kjöltu og hníf í hendi þegar lögreglu bar að.
Maðurinn var með hamar í kjöltu og hníf í hendi þegar lögreglu bar að. Vísir/Hari
Rétt fyrir klukkan níu í gærkvöldi fékk lögregla tilkynningu um heimilisofbeldi í Breiðholti. Þegar lögregla kom á staðinn var ungur maður í annarlegu átandi handtekinn þar sem hann var búinn að ógna og hóta fjölskyldu sinni. Maðurinn var með hamar í kjöltu og hníf í hendi þegar lögreglu bar að. Var maðurinn vistaður í fangageymslu fyrir rannsókn málsins.

Þá var einnig tilkynnt um heimilisofbeldi í Hlíðarhverfi rétt fyrir miðnætti. Maðurinn var í annarlegu ástandi og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Laust fyrir miðnætti var tilkynnt um þriggja bíla árekstur á Bíldshöfða. Einn ökumaðurinn er grunaður um að hafa ekið mót rauðu ljósi. Þá er hann einnig grunaður um að keyra undir áhrifum áfengis og var hann handtekinn og vistaður í fangageymslu. Minniháttar meiðsl voru á fólki en tvær bifreiðar voru fluttar af vettvangi með dráttarbíl.

Klukkan sex í gær var maður handtekinn í Hafnarfirði grunaður um framleiðslu fíkniefna. Plöntur og áhöld voru haldlögð á staðnum. Maðurinn var handtekinn og vistaður í fangageymslu við rannsókn málsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×