MÁNUDAGUR 27. MARS NÝJAST 09:30

Tónlistin hefur veriđ besta lyfiđ

LÍFIĐ

Ogbonna skallađi Liverpool úr bikarnum

 
Enski boltinn
22:15 09. FEBRÚAR 2016
Ogbonna fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Ogbonna fagnar sigurmarki sínu í kvöld. VÍSIR/GETTY

West Ham er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir dramatískan sigur á Liverpool í kvöld. Angelo Ogbonna tryggði West Ham 2-1 sigur í uppbótartíma framlengingar.

West Ham fór inn í búningsklefa með bros á vör því Michail Antonio skoraði mark fyrir þá rétt fyrir hálfleik.

Liverpool nýtti hálfleikinn í að safna liði og það var ekki mikið búið af síðari hálfleiknum er liðið jafnaði leikinn.

Þá tók Philippe Coutinho frábæra aukaspyrnu sem endaði í netinu. Hann renndi boltanum undir varnarvegginn þar sem allir hoppuðu upp og inn í netið fór boltinn. Geggjað.

Þrátt fyrir ágæta tilburði beggja liða þá tókst þeim ekki að bæta við mörkum í venjulegum tíma og því varð að framlengja.

Allt stefndi í vítaspyrnukeppni er Angelo Ogbonna stangaði aukaspyrnu Payet í markið i uppbótartíma. Ákaflega sætt fyrir West Ham.

Hamrarnir mæta Blackburn í næstu umferð bikarkeppninnar.


Michail Antonio kemur West Ham yfir.

Coutinho jafnar međ geggjuđu marki.
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir og ummćli ţeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Ogbonna skallađi Liverpool úr bikarnum
Fara efst