SUNNUDAGUR 24. JÚLÍ NÝJAST 01:06

Katrín Tanja komst á toppinn og Sara er áfram í öđru sćtinu

SPORT

Ogbonna skallađi Liverpool úr bikarnum

 
Enski boltinn
22:15 09. FEBRÚAR 2016
Ogbonna fagnar sigurmarki sínu í kvöld.
Ogbonna fagnar sigurmarki sínu í kvöld. VÍSIR/GETTY

West Ham er komið í 16-liða úrslit ensku bikarkeppninnar eftir dramatískan sigur á Liverpool í kvöld. Angelo Ogbonna tryggði West Ham 2-1 sigur í uppbótartíma framlengingar.

West Ham fór inn í búningsklefa með bros á vör því Michail Antonio skoraði mark fyrir þá rétt fyrir hálfleik.

Liverpool nýtti hálfleikinn í að safna liði og það var ekki mikið búið af síðari hálfleiknum er liðið jafnaði leikinn.

Þá tók Philippe Coutinho frábæra aukaspyrnu sem endaði í netinu. Hann renndi boltanum undir varnarvegginn þar sem allir hoppuðu upp og inn í netið fór boltinn. Geggjað.

Þrátt fyrir ágæta tilburði beggja liða þá tókst þeim ekki að bæta við mörkum í venjulegum tíma og því varð að framlengja.

Allt stefndi í vítaspyrnukeppni er Angelo Ogbonna stangaði aukaspyrnu Payet í markið i uppbótartíma. Ákaflega sætt fyrir West Ham.

Hamrarnir mæta Blackburn í næstu umferð bikarkeppninnar.


Michail Antonio kemur West Ham yfir.

Coutinho jafnar međ geggjuđu marki.
  • Bein lýsing
  • Liđin
  • TölfrćđiDeila
Athugiđ. Allar athugasemdir eru á ábyrgđ ţeirra er ţćr rita. Vísir hvetur lesendur til ađ halda sig viđ málefnalega umrćđu. Einnig áskilur Vísir sér rétt til ađ fjarlćgja ćrumeiđandi eđa ósćmilegar athugasemdir.

 

MEST LESIĐ

  • Nýjast á Vísi
  • Mest Lesiđ
  • Fréttir
  • Sport
  • Viđskipti
  • Lífiđ
Forsíđa / Sport / Fótbolti / Enski boltinn / Ogbonna skallađi Liverpool úr bikarnum
Fara efst