Innlent

Oft misst prófið: Mótorhjólakappinn var á 147 km hraða

Kolbeinn Tumi Daðason skrifar
Frá vettvangi í gærkvöldi.
Frá vettvangi í gærkvöldi. Mynd/Lögreglan
Mótorhjólakappinn sem missti stjórn á hjóli sínu á Sæbraut við Súðarvog um níuleytið í gærkvöldi var á 147 km/klst þegar lögreglan mældi hann í gærkvöldi. Hámarkshraði á götunni er 60 km/klst. Ökumaðurinn missti stjórn á hjóli sínu þegar hann fékk boð frá lögreglu um að nema staðar.

Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu var ökumaðurinn nokkuð lemstraður en reyndist ekki alvarlega slasaður. Hann er karlmaður á þrítugsaldri, án ökuskírteinis en hann hefur margsinnis verið sviptur ökuréttindum vegna ýmissa umferðarlagabrota.


Tengdar fréttir

Umferðaróhapp á Sæbraut

Ökumaður mótorhjóls lenti í umferðaróhappi á Sæbrautinni skömmu eftir klukkan níu í kvöld.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×