Innlent

Of snemmt að afskrifa Þóru - kosningabaráttan farin að snúast um ESB

Höskuldur Kári Schram skrifar
Bessastaðir.
Bessastaðir.
Prófessor í stjórnmálafræði segir of snemmt að afskrifa Þóru Arnórsdóttur þrátt fyrir að hún mælist nú með ríflega tuttugu prósentustiga minna fylgi en Ólafur Ragnar Grímsson. Hann segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manni til Evrópusambandsins.

Rösklega 56 prósent kjósenda styðja Ólaf Ragnar Grímsson til áframhaldandi setu á Bessastöðum samkvæmt könnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2. Þóra mælist með þrjátíu og fjögurra prósenta stuðning.

Saman mælast þau tvö með yfir níutíu prósenta fylgi en aðrir forsetaframbjóðendur með innan við tíu prósent.



Grétar Þór Eyþórsson, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Akureyri segir að Ólafi hafi tekist að láta kosningabaráttuna snúast um afstöðu manna til Evrópusambandsins

„Í Sprengisandsviðtalinu, sem er tímapunktur í hans baráttu, þá gerði hann utanríkismál mjög að umtalsefni og skaut skotum að Þóru í því sambandi og honum virðist hafa á mjög stuttum tíma hafa tekist að láta kosningabaráttuna að einhverju leyti að snúast um afstöðunnar til ESB og tengd mál," Grétar Þór.

Grétar segir þó of snemmt að afskrifa Þóru enda séu rúmar fjórar vikur til kosninga.

„Það er alveg ljóst að hún verður að gera eitthvað til að snúa þessari þróun við. sama hátt og Ólafur var undir í könnunum og greip þá til þessarar ráða að reyna skilgreina baráttuna sér í hag og honum tókst það en ég vil ekki afskrifa Þóru,"segir Grétar.

Hvað með aðra frambjóðendur sem eru að mælast með undir fimm prósenta fylgi eiga þeir einhvern möguleika í þessari stöðu?

„Þetta virðist vera við mjög ramman reip að draga. Ari Trausti hafði verið að mælast með um eða yfir 10 prósent en núna er hann komin undir fimm samkvæmt síðustu könnun. Það er vísbending um að þessi kosningabarátta sé farin að snúast um þessi tvö og hinir séu hreinlega ekki með í þessu lengur," segir Grétar að lokum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×