MIŠVIKUDAGUR 29. MARS NŻJAST 15:00

Stefna ķ ranga įtt

SKOŠANIR

Of margar skżrslur endaš ofan ķ skśffu

 
Innlent
16:26 29. FEBRŚAR 2016
Ragnheišur Elķn Įrnadóttir
Ragnheišur Elķn Įrnadóttir VĶSIR/VILHELM

Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, segir skýrt verklag hafa skort á hvernig öryggismálum á ferðamannastöðum sé háttað. Of margar skýrslur sem hafi verið unnar í tengslum við slík mál hafi endað ofan í skúffu.

„Það er rétt að alltof margar góðar tillögur, góðar skýrslur, gott efni í gegnum árin og áratugina hafa lent ofan í skúffu vegna þess að þetta er þannig atvinnugrein og þannig viðfangsefni að þau snerta svo marga. Þarna eru viðfangsefni sem eru á vegum margra ráðuneyta og stofnana og það hefur skort skýrt verklag í þessum efnum. Úr því erum við að bæta með þeirri samræmingarvinnu sem við erum að inna af hendi innan stjórnstöðvarinnar,“ sagði Ragnheiður í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í dag.

Brynhildur Pétursdóttir, þingmaður Bjartrar framtíðar, gagnrýndi það að umfangsmikil skýrsla sem hafi verið unnin af ferðamálastofu, umhverfisstofnun og Landsbjörg árið 2011 hafi endað ofan í skúffu þáverandi ráðherra. Synd sé að ekki hafi verið unnið eftir henni.

„Við höfum verið sofandi of lengi. Þessi vöxtur hefur veið mjög ör síðustu 20 árin og nú er það þannig að ráðherra lendir í því að það eru gríðarleg vandamál í gangi og það arf að bregðast við hratt og vel. Bara eins og hálkuvarnir og annað. Það er alveg óþolandi að sjá fréttir af ferðamönnum sem hanga á einhverjum köðlum af því að þeir komast varla að Seljalandsfossi,“ sagði Brynhildur.

„Þannig að ég vil brýna ráðherrann til dáða. Þessi skýrsla, sem mér finnst alveg synd að menn skuli ekki hafa farið eftir árið 2011, tekið þessa skýrslu og gengið í verkið – þá værum við í betri málum í dag.“


Deila
Athugiš. Allar athugasemdir eru į įbyrgš žeirra er žęr rita. Vķsir hvetur lesendur til aš halda sig viš mįlefnalega umręšu. Einnig įskilur Vķsir sér rétt til aš fjarlęgja ęrumeišandi eša ósęmilegar athugasemdir og ummęli žeirra sem tjį sig ekki undir eigin nafni.

 

MEST LESIŠ

  • Nżjast į Vķsi
  • Mest Lesiš
  • Fréttir
  • Sport
  • Višskipti
  • Lķfiš
Forsķša / Fréttir / Innlent / Of margar skżrslur endaš ofan ķ skśffu
Fara efst