Innlent

Oddný segir ákvarðanir ÁTVR í anda laganna

Oddný Harðardóttir
Oddný Harðardóttir
„Ég hef ekki séð allar umbúðirnar sem hafnað hefur verið en túlkunin varðandi þær sem ég hef séð finnst mér vera í samræmi við anda laganna og reglugerðina sem gefin var út í kjölfarið."

Þetta segir Oddný Harðardóttir fjármálaráðherra um ákvarðanir Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins, um að taka ekki í sölu ákveðnar tegundir áfengis vegna umbúða utan um þær. ÁTVR er stofnun sem heyrir undir fjármálaráðuneytið.

„Það er talað sérstaklega um blygðunarkennd og ofbeldi í lögunum. Hugsunin er einnig sú að lögin hafi forvarnagildi. Ég hef séð páskabjór með krúttlegum ungum og áfengi í skrautlegum brúsum sem minntu á djúsbrúsa. Umbúðirnar gefa til kynna að í þeim sé eitthvað annað en áfengi," segir Oddný.

Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Félags atvinnurekenda, segir það skoðun innflytjenda að ÁTVR hafi fengið alltof mikið svigrúm til túlkunar. „Við vitum að þeir verða að hafa ákveðnar vöruvalsreglur en þær verða að vera gagnsæjar. Innflytjendur eru að taka mikla áhættu og ef reglur eru ógagnsæjar er líklegra að menn verði fyrir fjárhagslegu tjóni. Þetta getur raskað samkeppnisstöðu. Í mörgum tilvikum eru þetta auk þess vörur sem eru löglega markaðssettar og seldar á Evrópska efnahagssvæðinu."- ibs



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×