Innlent

Oddný Harðar hvergi bangin – Viðtal

Oddný Harðardóttir er fyrsta konan til að gegna embætti fjármálaráðherra á Íslandi og situr í fyrstu ríkisstjórninni þar sem konur eru í meirihluta.

Kynjuð hagstjórn er meðal þess sem hún ætlar að leggja áherslu á en Oddný ritar grein um kynjaða fjárlagagerð í nýjasta blaði Samfylkingarfélagsins í Reykjavík.

Hún hefur störf sem fjármálaráðherra stundvíslega klukkan níu í fyrramálið.

Oddný býr í Garðinum þar sem hún var áður bæjarstjóri. Hún er menntaður kennari, hefur setið tvö ár á þingi, er fyrrverandi formaður fjárlaganefndar Alþingi og sat í þingmannanefndinni sem fjallaði um skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis

Hún tók á móti okkur í dag á heimili sínu, í miðri afmælisveislu eiginmannsins.

Erla Hlynsdóttir ræddi við Oddnýju og sjá má viðtalið í meðfylgjandi myndskeiði.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×