Innlent

Óbreytt vinnulag lyfsala

Sveinn Arnarsson skrifar
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands
Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands vísir/gva
Sjúkratryggingar Íslands ætla ekki að breyta vinnulagi sínu við útreikning á greiðsluþátttöku við lyfjakaup sjúklinga þrátt fyrir að umboðsmaður Alþingis hafi sagt framkvæmdina ekki eiga sér nægilega sterka lagastoð. Lyfsalar vilja veita sjúklingum afslátt af lyfjakaupum en geta það ekki í núverandi kerfi Sjúkratrygginga.

Steingrímur Ari Arason, forstjóri Sjúkratrygginga Íslands, segir málið á borði velferðarráðuneytisins. Velferðarráðuneytið skoði nú endurskoðun lyfjalaga, laga um sjúkratryggingar og umrædda reglugerð um greiðsluþátttöku sjúkratrygginga í lyfjakostnaði. „Við hjá Sjúkratryggingum höfum ekki breytt okkar verklagi eftir álit umboðsmanns Alþingis. Við vinnum áfram eftir lögum og reglugerðinni sem byggir á lögum um sjúkratryggingar,“ segir Steingrímur Ari.

Umboðsmaður segir framkvæmdina ekki í fullu samræmi við lög. „Það eru því tilmæli mín til heilbrigðisráðherra að gerðar verði breytingar á þessari framkvæmd þannig að hún samrýmist gildandi lögum,“ segir í áliti umboðsmanns.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×