Nýr náttúrupassi Linda Blöndal skrifar 26. nóvember 2014 18:30 Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar og viðskiptaráðherra stefnir á að kynna málið í ríkistjórn næsta föstudag. Samtök ferðaþjónustunnar vilja hins vegar fara aðra leið, en ráðherra segir að nú sé einfaldlega tími til að klára málið. Ragnheiður Elín segist hafa tekið mið af fjölmörgum athugasemdum og gagnrýni undanfarna mánuði. Málið er í kostnaðarmati í ráðuneytinu og fæst ekki gefið upp hver verðlagningin verður. Komandi frumvarp mun leggja til að netið og snjallsímar nýtist helst fyrir náttúrupassann, eitt gjald verði innheimt og gildistími passans þrjú ár.Einn passi – sama gjald „Aðilar að náttúrupassa eru öll svæði í eigu og umsjá ríkis og sveitarfélaga. Þetta er heildstætt kerfi sem hefur það að markmiði fyrst og síðast að vernda náttúruna, tryggja fjármögnun til verndun og viðhalds og til öryggis ferðamanna. Við erum með einfalt gjald, sama gjald fyrir alla, lágt og hóflegt gjald. Tekjurnar munu koma að mestu frá erlendum ferðamönnum”, sagði Ragnheiður Elín í fréttum Stöðvar tvö í kvöld.Hvatakerfi fyrir einkaaðila „Einkaaðilum verður boðið frjálst að vera með og við erum með ákveðinn hvata til þess sem ég get ekki farið nánar út í núna. Ég vil kynna það fyrst fyrir ríkisstjórn og stjórnarflokkunum áður en lengra er haldið”, segir Ragnheiður Elín ennfremur. „Eftirlitið verður ekki í gjaldaskúrum á stöðunum heldur verðu eftirlitið meira í átt við það sem við þekkjum frá almenningssamgöngum í nágrannalöndunum, svona tékk á sumum stöðum”.Ferðaþjónustufyrirtæki hafna leiðinni Stjórn Samtaka ferðaþjónustunnar er ekki sátt við þessa leið og höfnuðu henni nýlega á fundi sínum eftir samráð við aðila í samtökunum. Samkvæmt framkvæmdastjóra Samtakanna, Helgu Árnadóttur í samtali við fréttastofu Stöðvar tvö í kvöld vilja þau frekar leggja gjaldið almennt inn í gistigjöld hótela og gistiheimila. Með því yrði gjaldtakan einföldust og einnig þyrfti ekki neitt sýnilegt umstang vegna gjaldtöku á ferðamannastöðum.Fer ekki gegn ferðaþjónustunni Aðspurð hvort hún sé ekki að hafna þeirri leið sem Samtök ferðaþjónustu vilji frekar hafa segir Ragnheiður það ekki. „Ég er ekki að hafna einu né neinu fyrirfram”, segir hún. „Ég er ekki að vinna í öðrum anda en því sem samtökin voru á fyrir örfáum mánuðum síðan.” Ragnheiður Elín segir að sér skiljist á samtölum sínum í dag við fólk í greininni að ekki séu allir á móti því að fara leið náttúrupassans. „Miðað við þau samtöl og símtöl sem ég hef átt í dag leyfi ég mér að efast um að bak við þessar skoðun samtakanna ríki fullkomin eindregni”. Ráðherra hafnar því þá alfarið að hækka gistináttagjald og segir eftirlit ekki verða kostnaðarsamt.Umtalsverðar tekjur munu hins vegar fást af gjaldtökunni með náttúrupassanum.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Innlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Fleiri fréttir Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Íslendingar handteknir á Spáni með mikið magn fíkniefna Lalli Johns er látinn Sjá meira
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent
Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Innlent