Viðskipti innlent

Nýr Icesave samningur

Sigríður Mogensen skrifar
Samninganefndir Íslands, og Breta og Hollendinga, hafa komið sér saman um grundvallaratriðin í nýju samkomulagi vegna Icesave reikninga Landsbankans. Drögin hafa verið kynnt hagsmunaaðilum. Samkvæmt þeim munu 40 til 60 milljarðar falla á íslenska ríkið.

Viðræður um Icesave hófust á ný eftir nokkurra mánaða hlé í júlí á þessu ári og voru þá haldnir nokkrir formlegir fundir.

Samkvæmt heimildum fréttastofu hafa samninganefndirnar nú komið sér saman um grundvallaratriði í nýju samkomulagi. Það mun byggja á töluvert lægri vöxtum en áður var rætt um, eða um 3% vöxtum. Þá munu Bretar og Hollendingar hafa gefið eftir í kröfum sínum hvað varðar vaxtatímabilið og hafa nú samþykkt 9 mánaða vaxtahlé. Nokkur lagaleg atriði standa þó enn út af borðinu og er samningurinn ekki að fullu frágenginn.

Heimildir fréttastofu herma ennfremur að fjármálaráðuneytið hafi kynnt hagsmunaaðilum, svo sem stjórnarandstöðu og aðilum vinnumarkaðarins efni samkomulagsins. Verði niðurstaðan sú sem hún stefnir nú í við undirritun munu í mesta lagi 40 til 60 milljarðar falla á íslenska ríkið. Er þá gert ráð fyrir núvirðingu upp á 6% samkvæmt heimildum. Ekki munu þó allir vera á eitt sáttir um þá aðferð og telja þeir sem gagnrýna hana að gert sé ráð fyrir of hárri prósentutölu við núvirðingu.









Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×