Fótbolti

Nýliðarnir skelltu Bröndby | Tap hjá Grasshopper

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Hallgrímur Jónasson.
Hallgrímur Jónasson. mynd/lyngby
Lið Hallgríms Jónassonar, Lyngby, gerði sér lítið fyrir og lagði Bröndby, 1-0, í dönsku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jeppe Kjær skoraði eina mark leiksins á 43. mínútu. Hallgrímur var á bekknum hjá Lyngby í kvöld en spilaði síðustu sex mínútur leiksins.

Hjörtur Hermannsson var í liði Bröndby og lék allan leikinn. Hann fékk að líta gula spjaldið 20 mínútum fyrir leikslok.

Lyngby er í sjöunda sæti deildarinnar en Bröndby því þriðja. Liðið hefði komist í annað sætið með sigri.

Rúnar Már Sigurjónsson var í liði Grasshopper og lék allan leikinn er liðið tapaði, 2-0 gegn Lugano.

Grasshopper í sjöunda sæti í svisnessku úrvalsdeildinni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×