Innlent

Nýjar íslenskar kartöflur í búðir í dag

Nýjar íslenskar kartöflur eru væntanlegar á markað á höfuðborgarsvæðinu í dag og koma þær frá Seljavöllum í Hornafirði.

Að sögn Hjalta Egilssonar bónda á Seljavöllum munu þær að minnsta kosti fást í Samkaupum og Hagkaupum. 

Yfirleitt er ekki búist við að íslenksar kartöflur komi á markað í miklum mæli fyrr en undir,- eða um næstu mánaðamót. Það er að minnsta kosti tveimur vikum síðar en að meðaltali undanfarin ár. Töfin stafar af kuldatíðinni í vor.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×