Innlent

Norðurljósaveisla í hraðfleygum sólvindi

Kjartan Kjartansson skrifar
Norðurljósakóróna yfir Borgarfirði mánudagskvöldið 27. mars.
Norðurljósakóróna yfir Borgarfirði mánudagskvöldið 27. mars. ljósmynd/Babak Tafreshi
Landsmenn geta átt von á norðurljósaveislu næstu kvöld á meðan hraðfleygur sólvindur baðar jörðina. Norðurljós voru áberandi á himni í gærkvöldi, að sögn Sævars Helga Bragasonar, ritstjóri Stjörnufræðivefsins.

Meðfylgjandi mynd tók íranski ljósmyndarinn Babak Tafreshi af norðurljósakórónu yfir Borgarfirði í gærkvöldi. Hann hélt námskeið í næturljósmyndun á Hótel Rangá um helgina á vegum Stjörnufræðivefsins. Tafreshi hefur meðal annars myndað fyrir tímaritið National Geographic.

„Jörðin er innan í hraðfleygum sólvindi sem olli stórglæsilegum norðurljósum í gærkvöld. Í gærkvöld varð lítilsháttar segulstormur og þeim fylgja glæsilegar kórónur eins og sjá má á mynd Babaks. Við megum búast við samskonar sýningu næstu tvö eða þrjú kvöld,“ segir Sævar Helgi við Vísi. 

Hægt er að fylgjast með líklegri segulvirkni á himninum með norðurljósaspá Stjörnufræðivefsins.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×