Nói Siríus leitar að smökkurum Stefán Ó. Jónsson skrifar 21. ágúst 2014 12:54 Sýnishorn af þeim vörum sem smakkararnir þurfa að dæma. MYND/NÓI SIRÍUS Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus. Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira
Sælgætisframleiðandinn Nói Siríus leitar nú að fólki í svokallaðan bragðpanil þar sem það fær sendar vörur sem fyrirtækið er að þróa. Viðkomandi smakkar vörurnar og gefur þeim einkunnir sem Nói byggir á þegar fyrirtækið ákveður hvort vörurnar verði framleiddar eða ekki. Á undanförnum árum hafa á bilinu 40 til 50 fjölskyldur fengið sendar vörur frá fyrirtækinu til mats og smökkunar en ákveðið var á fundi í stjórn fyrirtækisins í gær að fjölga í hópnum. Nói Siríus auglýsti eftir áhugasömum á Facebook-síðu sinni á ellefta tímanum í dag og viðbrögðin létu ekki á sér standa.514 manns höfðu skráð athugasemd við færsluna þegar einungis 20 mínútur voru liðnar frá birtingu hennar. Fyrirtækið íhugar að bæta þremur einstaklingum við bragðpanilinn og því er framboðið langt umfram eftirspurn. Ljóst er að nammigrísir landsins sjá sér gott til glóðarinnar og af athugasemdunum að dæma er mörgum í mun að detta í lukkupottinn.Vel valdar athugasemdir má sjá hér að neðan „Þið finnið varla meiri nammigrís en mig í þetta verkefni!! er mikið til í að vera með svo plís veljið mig:D“ „Atvinnu nammigrís á ferð! Skal glaður taka þetta að mér“ „Ég hef sinnt þessu starfi á óeigingjarnan hátt í mörg ár og mér finnst algjörlega kominn tími til að þið farið að taka mark á því sem ég segi! Ég býð mig þess vegna fram sem smakkara og mitt fyrsta mál á dagskrá verður að fá ykkur til að gera súkkulaðipoppið varanlegan hluta af Nóa en ekki aðeins í takmörkuðu magni!“ „Uuu hljómar eins og verkefni fyrir súkkulaðikjaft eins og mig Btw þá á maðurinn minn eftir að gera endalaust grín að mér fyrir að hafa kommentað hérna... Kv. Súkkulaðifíkillinn“ „Ég held að þetta sé uppfylling æskudraums, bara að sjá að jobbið sé til annars get ég alveg aðstoðað við þetta enda þekkt fyrir að eyðileggja megranir annarra með gjafmildi á sætindum.“ „Ég býð mig heilshugar fram. Er atvinnu smakkari frá Kjörís hér í den og ligg ekki á skoðunum þegar kemur að mikilvægum málefnum eins og nýju súkkulaði til dæmis. Get sent ykkur ferilskrá og meðmæli.“ „Já þetta starf myndi henta mér svakalega vel! Ég hefði mjög gaman af því að smakka hin ýmsu góðgæti“ Post by Nói Síríus.
Mest lesið Dr. Bjarni er látinn Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Trump með verri ímynd á heimsvísu en Xi og Pútín Erlent Staðfesta ábyrgð Rússa á því að malasíska þotan var skotin niður Erlent Sláandi tölur um aflýst flug til Nuuk-flugvallar Erlent Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Innlent Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Innlent Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Kristrún á leiðtogafundi um varnarmál: Þjóðirnar í Norður-Atlantshafi þurfi að sýna forystu Lögreglan á Austurlandi tók þátt í stórri alþjóðlegri lögregluaðgerð Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Daði ekki í stöðu til að meta hvaða fundir eru mikilvægari en aðrir Eyjamenn eigi Heimaklett og engin innistæða fyrir kröfum ríkisins Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Ógnaði ungmennum með hníf Karl Wernersson ákærður fyrir að leyna verðmætum listaverkum fyrir skiptastjóra Martraðakennd leigubílaferð og óvelkomin sána Þorbjörg um sérstakan saksóknara: „Gerum þennan tíma upp“ Hrærður yfir áhuga stjórnarandstöðunnar en hafði annað að gera Fær um 90 milljónir fyrir verkið sem hópur Eyjamanna vill ekki sjá Fimmtán ára piltur ók undan lögreglu um allt höfuðborgarsvæðið Reyna enn einu sinni að ræða framtíð MÍR á aðalfundi Leggja til róttækar breytingar á byggingaeftirliti Á von á veiðigjaldamálinu í sína nefnd og þingstörfum fram í júlí Segir nýtt að konan sé tekin á beinið „Ofgnótt af vannýttum stæðum“ Veiðigjöldin afgreidd í nefnd og njósnarar buðu Sjóvá þjónustu sína Bein útsending: Aðgerðir til að bregðast við rakaskemmdum og öðrum byggingagöllum Mikil hætta meðan maður reyndi að flýja lögreglu í miðbænum „Þjóðin á ekki fiskinn í sjónum, fiskurinn á sig sjálfur í sjónum“ Langflestir telja stríð og átök það sem helst þjakar heiminn „Þau ákváðu einfaldlega að hann væri minna fatlaður í Garðabæ“ Kölluð út vegna viðskiptavinar með æsing Sjá meira