Neyðarlán til Kaupþings var rétt ákvörðun Gunnar Atli Gunnarsson skrifar 12. október 2014 20:00 Geir H. Haarde , fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag. Geir ræddi meðal annars um 500 milljón evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi þann 6. október árið 2008, sama dag og Geir bað guð um að blessa Ísland, í frægu sjónvarpsávarpi. Fyrir liggur að tap bankans, og þannig skattgreiðenda, vegna þess láns er um 35 milljarðar króna.Geir segist hafa verið samþykkur því að lánið yrði veitt. Þetta hafi verið rétt ákvörðun á þessum tímapunkti. „Sú ákvörðun var að sjálfsögðu tekin í ljósi þeirra aðstæðna sem þá voru uppi. Það verður að meta hana í ljósi þeirra aðstæðna, ekki þess sem að menn vita núna. Það var auðvitað tilraun til að bjarga Kaupþingi og ef það hefði tekist, að Kaupþing hefði lifað þetta af, stærsti bankinn, þá hefði þessi mynd orðið allt önnur og miklu viðráðanlegri,“ segir Geir. Sama dag og lánið var veitt átti sér stað símtal milli Geirs og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, þar sem þeir ræða lánveitinguna. Upptaka af símtalinu er geymd hér í Seðlabanka Íslands, en ítrekaðar tilraunir til að fá afrit af símtalinu, meðal annars af fjárlaganefnd Alþingis, hafa engan árangur borið. „Þetta samtal, það er búið að vera að magna það upp. Ómerkilegir stjórnmálamenn sem hafa verið að reyna að gera það að einhverju aðalatriði. Þetta samtal var tekið upp, reyndar ekki með minni vitund. Ég vil ekki birta það því ég tel að það eigi ekki að hlera eða taka upp samtöl við forsætisráðherrann við svona aðstæður. Þá geta menn bara komið seinna og reynt að koma á menn höggi vegna þess,“ segir Geir. Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Geir H. Haarde , fyrrverandi forsætisráðherra, var gestur Björns Inga Hrafnssonar í þættinum Eyjan á Stöð 2 í dag. Geir ræddi meðal annars um 500 milljón evra neyðarlán sem Seðlabankinn veitti Kaupþingi þann 6. október árið 2008, sama dag og Geir bað guð um að blessa Ísland, í frægu sjónvarpsávarpi. Fyrir liggur að tap bankans, og þannig skattgreiðenda, vegna þess láns er um 35 milljarðar króna.Geir segist hafa verið samþykkur því að lánið yrði veitt. Þetta hafi verið rétt ákvörðun á þessum tímapunkti. „Sú ákvörðun var að sjálfsögðu tekin í ljósi þeirra aðstæðna sem þá voru uppi. Það verður að meta hana í ljósi þeirra aðstæðna, ekki þess sem að menn vita núna. Það var auðvitað tilraun til að bjarga Kaupþingi og ef það hefði tekist, að Kaupþing hefði lifað þetta af, stærsti bankinn, þá hefði þessi mynd orðið allt önnur og miklu viðráðanlegri,“ segir Geir. Sama dag og lánið var veitt átti sér stað símtal milli Geirs og Davíðs Oddssonar, þáverandi seðlabankastjóra, þar sem þeir ræða lánveitinguna. Upptaka af símtalinu er geymd hér í Seðlabanka Íslands, en ítrekaðar tilraunir til að fá afrit af símtalinu, meðal annars af fjárlaganefnd Alþingis, hafa engan árangur borið. „Þetta samtal, það er búið að vera að magna það upp. Ómerkilegir stjórnmálamenn sem hafa verið að reyna að gera það að einhverju aðalatriði. Þetta samtal var tekið upp, reyndar ekki með minni vitund. Ég vil ekki birta það því ég tel að það eigi ekki að hlera eða taka upp samtöl við forsætisráðherrann við svona aðstæður. Þá geta menn bara komið seinna og reynt að koma á menn höggi vegna þess,“ segir Geir.
Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira