Innlent

Neyðarblysum skotið á loft í gærkvöldi

Gissur Sigurðsson skrifar
Engin hætta virðist hafa verið á ferðum.
Engin hætta virðist hafa verið á ferðum. Vísir/Getty Images
Töluverður viðbúnaður var í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar í gærkvöldi, vegna tveggja neyðarblysa, sem skotið var á loft.

Fyrra blysinu var skotið upp klukkan hálf níu og hinu síðara rétt fyrir miðnætti og frá miðborginni séð var eins þeim hafi verið skotið upp frá Garafarvoginum. Gengið var úr skugga um að engin skip eða bátar væru í hættu og lögreglan svipaðist um, en án árangurs.

Í fyrrakvöld voru skoteldar líka sendir á loft, en það voru venjulegir áramótaflulgeldar, þar sem verið var að fagna íþróttaafreki. Þungar sektir liggja við því að skjóta upp neyðarblysum að ástæðulausu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×