Enski boltinn

Neville: Arsenal verður að kaupa framherja

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Wenger þarf að finna framherja til þess að leysa Giroud af að mati Neville.
Wenger þarf að finna framherja til þess að leysa Giroud af að mati Neville. Vísir/Getty
Gary Neville, fyrrum bakvörður enska landsliðsins og Manchester United, telur að Arsenal þurfi að kaupa framherja ætli þeir sér að berjast við Manchester City og Chelsea um Englandsmeistaratitilinn.

Neville sem er þessa dagana sérstakur sérfræðingur SkySports telur að Arsenal eigi ekki möguleika gegn keppinautum sínum ef þeir finna ekki staðgengil fyrir Olivier Giroud sem meiddist á dögunum og verður frá út þetta ár.

Arsenal hefur þegar gengið frá kaupunum á Alexis Sanchez sem getur spilað sem framherji en Arsene Wenger útilokaði ekki að hann myndi bæta við sig framherja.

„Ég hélt að þeir myndu bæta við sig framherja þótt Giroud hefði ekki meiðst. Þeir eru nægilega sterkir til að berjast um Meistaradeildarsæti en til þess að berjast um titilinn eins og aðdáendurnir vilja þurfa þeir á tveimur leikmönnum að halda, sóknarmanni og miðjumanni,“ sagði Neville sem telur að leikmannahópar Manchester City og Chelsea sé einfaldlega lang sterkastir.

„Einhverjr halda að hann ætli að treysta á Yaya Sanogo og Joel Campbell en ef þeir eru bornir saman við sóknarlínu Manchester City, Aguero, Negredo, Jovetic og Dzeko sérðu mikinn gæðamun.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×