Nemendur höfðu betur í baráttu við ráðuneytið Jóhanna Margrét Einarsdóttir skrifar 10. júní 2014 00:01 Samkvæmt áliti úrskurðarnefndar upplýsingamála á menntamálaráðuneytið að láta af hendi upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara. Fréttablaðið/Valli Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála verður menntamálaráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýsingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennarar sem luku þriggja ára kennaranámi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfsleyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skólafélaga þeirra með sömu menntun og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf kennara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðuneytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upplýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn. Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira
Samkvæmt niðurstöðu úrskurðarnefndar upplýsingamála verður menntamálaráðuneytið að gefa upplýsingar um útgefin leyfisbréf til kennara frá og með 1. janúar 2012 til 21. febrúar 2014. Ráðuneytið hafði fyrr á árinu hafnað því að veita þessar upplýsingar. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu telja um 100 kennarar sem luku þriggja ára kennaranámi á tímabilinu 2009 til 2012 að menntamálaráðuneytið hafi brotið gróflega á þeim við útgáfu starfsleyfa til kennara. Á sama tíma og þeim var synjað um starfsleyfi fékk hópur skólafélaga þeirra með sömu menntun og próf starfsleyfi útgefið af menntamálaráðuneytinu. Hópurinn krafðist þess að ráðuneytið veitti aðgang að upplýsingum um öll leyfisbréf kennara sem ráðuneytið hafði gefið út á grundvelli laga um menntun og ráðningu kennara frá 2008 en eins og áður sagði hafnaði ráðuneytið því. Í svari frá ráðuneytinu til úrskurðarnefndarinnar kemur fram að umbeðnar upplýsingar sem óskað sé eftir liggi ekki fyrir á aðgengilegan hátt í gagnagrunnum – það verði að finna þær í skjalasafni ráðuneytisins. Í áliti úrskurðarnefndar um upplýsingamál segir að kærendur hafi lagt inn kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna málsins. Í álitinu segir enn fremur að verði fallist á það með ráðuneytinu að heimilt sé að sé synja um aðgang að upplýsingum um útgefin leyfisbréf sé kærendum ekki gert mögulegt að staðreyna grun sinn um mismunun við útgáfu starfsleyfa. Menntamálaráðuneytið taldi að það útheimti of mikla vinnu að láta umbeðnar upplýsingar af hendi en nefndin telur að það hafi ekki verið heimilt að synja beiðni hópsins á þeim grundvelli. Þá leggur úrskurðarnefndin fyrir ráðuneytið að taka málið til nýrrar meðferðar og taka efnislega afstöðu til þess hvort heimilt sé eða skylt á grundvelli annarra ákvæða upplýsingalaga að afhenda hópnum hin umbeðnu gögn.
Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Fleiri fréttir Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Sjá meira