Innlent

Nálgunarbann eltishrellis Ásdísar staðfest í héraðsdómi

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Ásdís Viðarsdóttir
Ásdís Viðarsdóttir vísir/anton
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur úrskurðað karlmann á sjötugsaldri í nálgunarbann í sex mánuði.

Lagt er bann við því að hann komi á eða í námunda við heimili Ásdísar Viðarsdóttur á svæði sem afmarkast við fimmtíu metra radíus mælt frá miðju íbúðar hennar. Auki er honum bannað að setja sig í samband við brotaþola, nálgast hana á almannafæri, vinnustað hennar eða hafa samskipti við hana í síma, tölvu eða á annan hátt.

Samkvæmt upplýsingum frá Lögreglunni á Akureyri hefur úrskurðurinn nú þegar verið kærður til Hæstaréttar. Sakamálarannsókn tengd manninum er langt á veg kominn og er í kærumeðferð.

Ásdís og maðurinn sem um ræðir bjuggu saman í um tíu mánuði árið 2011 en er samvistum þeirra lauk hefur hann áreitt hana ítrekað. Í júní féll dómur í Héraðsdómi Reykjaness þar sem maðurinn var sakfelldur fyrir líkamsárás, um áttahundruð brot á nálgunarbanni og brot gegn barnaverndarlögum. Hann hlaut fimmtán mánaða dóm, þar af þrjá mánuði óskilorðsbundna. Dómnum hefur verið áfrýjað til Hæstaréttar.

Í kjölfar áfrýjunarinnar hófust ofsóknirnar á nýjan leik og snýst nálgunarbannið nú um skilaboð sem henni bárust eftir það. Í upphafi júlímánaðar bárust Ásdídi um fjörutíu SMS auk fimm boð í einkapósti frá manninum. 


Tengdar fréttir

Segir tímafrest óraunhæfan þegar farið er fram á nálgunarbann

„Mér finnst það ekki fagleg stjórnsýsla ef hún þarf að fara aftur í gegnum sömu hlutina á nákvæmlega sömu forsendum,“ segir Eyþór Þorbergsson, fulltrúi lögreglustjórans á Norðurlandi eystra, um mál Ásdísar Hrannar Viðarsdóttur.

Ofsækir Ásdísi aftur eftir árs hlé

Ásdís Hrönn Viðarsdóttir hefur ítrekað kært brot á nálgunarbanni sem sett var á fyrrverandi sambýlismann hennar, fyrst árið 2012.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×