Enski boltinn

Nær Gylfi að sökkva sínu gamla félagi?

Gylfi fagnar með Gareth Bale er þeir voru báðir í Spurs.
Gylfi fagnar með Gareth Bale er þeir voru báðir í Spurs. vísir/getty
Gylfi Þór Sigurðsson er búinn að jafna sig af meiðslum og er klár í slaginn gegn sínu gamla félagi, Tottenham, í kvöld.

Okkar maður missti af síðasta leik Swansea vegna meiðsla en verður með að þessu sinni.

Reyndar hefur Gylfi ekki spilað mikið upp á síðkastið því hann var í þriggja leikja banni og meiddist svo. Þannig að það er smá spurning með leikformið.

Eitt er þó ljóst að Gylfi er pottþétt gríðarlega vel stemmdur fyrir þessum leik enda vill hann eflaust sýna Tottenham hverju liðið var að missa af er það sendi hann aftur til Swansea.

Gylfi Þór var aldrei fullkomlega ánægður með þann leiktíma sem hann fékk hjá félaginu og að hafa verið að spila úr stöðu. Hann verður í sinni uppáhaldsstöðu í kvöld og mun klárlega láta til sín taka.

Leikurinn hefst klukkan 19.45 og er í beinni á Stöð 2 Sport 5 og einnig í textalýsingu á Vísi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×