Innlent

Mýs leggjast á sauðfé í fjárhúsi og særa það til að komast í æti

Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar
Eins og sést hafa mýsnar leikið suðféð grátt.
Eins og sést hafa mýsnar leikið suðféð grátt. Vísir/Arnaldur Sigurðsson
Mýs hafa lagst á fé í fjárhúsinu á Hlíðarenda í Breiðdal í Breiðdalshreppi og sært það með því að grafa sig inn í hrygginn eftir æti. „Það eru allir sammála um að óvenju mikið hafi verið um mýs þetta haustið og nú þegar snjór er kominn yfir allt virðast þær sækja mikið í hús,“ segir Arnaldur Sigurðsson bóndi en hann og Gróa Jóhannsdóttir búa á bænum, ásamt börnum sínum.

Sökudólgurinn er hér í lófa bóndans.Vísir/Arnaldur Sigurðsson
„Þegar ég gaf í gær varð ég ekki var við neitt óvenjulegt en um miðjan daginn kom þetta í ljós á þessari einu á en ekki á neinni annarri en það spurning hvort fleiri verða særðar í dag,“ segir Arnaldur. „Við höfum ekki eitrað og höfum ekki þorað að vera með kött í húsunum vegna hættu á smitandi fósturláti. Tíkurnar okkar hafa verið duglegar við að ná músum en ekki haft neitt í þennan fjölda.“

Arnaldur tók meðfylgjandi myndir í gær af særðu ánni og af músinni sem var sökudólgurinn í þessu tilfelli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×